Áróðursherferðin gegn landinu Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Skoðun 12. október 2021 09:01
Hey, þetta er ekki flókið Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Skoðun 11. október 2021 14:01
AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. Viðskipti erlent 11. október 2021 13:41
Trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi Verkefnið byggir á þátttöku samfélaga á áherslusvæðum og hefur margþættan tilgang. Heimsmarkmiðin 8. október 2021 13:46
Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Erlent 8. október 2021 10:49
Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Viðskipti erlent 8. október 2021 08:45
Gríðarháar niðurgreiðslur til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins Jarðefnaeldsneytisiðnaður heimsins fær um ellefu milljónir Bandaríkjadala í niðurgreiðslur frá ríkjum heimsins á hverri einustu mínútu allan ársins hring. Erlent 6. október 2021 07:41
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Innlent 5. október 2021 19:41
Vilja að ný ríkisstjórn lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að loftslagsmál verði í kjarna nýs ríkisstjórnarsamstarfs og að þau komi sér strax að verki. Segja þau að síðastliðin fjögur ár hafi loftslagsstefna stjórnvalda verið „ófullnægjandi og einkennst af hálfkáki.“ Innlent 4. október 2021 12:33
Stór og mikill borgarísjaki undan ströndum Melrakkasléttu Stærðarinnar borgarísjaki lónar nú skammt undan ströndum Melrakkasléttu, við Hraunhafnartanga. Sennilegt er að hann hafi brotnað úr Grænlandsjökli. Innlent 1. október 2021 11:09
Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. Innlent 1. október 2021 08:01
Á þriðja tug tegunda bætast við lista útdauðra dýra Bandaríkin hafa lýst 23 dýrategundir útdauðar, þar á meðal timburdólinn. Vísindamenn segjast hafa gert allt til að reyna að finna fleiri dýr þessara tegunda en ekkert hafi gengið. Ekkert annað sé því í stöðunni en að lýsa þær útdauðar. Erlent 30. september 2021 10:28
Börn í dag upplifa mun alvarlegri loftslagsáhrif en fyrri kynslóðir Ný skýrsla Barnaheilla - Save the Children um áhrif loftslagsbreytinga er komin út. Heimsmarkmiðin 28. september 2021 09:42
Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Viðskipti erlent 28. september 2021 08:48
Loftslagsmál og mannréttindi efst á baugi í ræðu ráðherra á allsherjarþinginu Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Heimsmarkmiðin 27. september 2021 16:40
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. Erlent 27. september 2021 11:32
4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Viðskipti innlent 27. september 2021 10:02
Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Skoðun 25. september 2021 09:00
Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Innlent 24. september 2021 11:50
Plastlaus september: Endurvinnsla vel raunhæf á Íslandi Pure North Recycling er eina endurvinnslufyrirtækið á Íslandi og getur tekið við öllu filmuplasti sem fellur til á landinu. Samstarf 24. september 2021 10:54
Skera upp herör gegn öflugum gróðurhúsalofttegundum í kælibúnaði Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynnti um verulega hertar reglur um framleiðslu svonefndra vetnisflúorkolefna, öflugra gróðurhúsalofttegunda sem eru notaðar í ískápum og loftkælitækjum. Erlent 23. september 2021 15:41
Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi í Noregi Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna. Erlent 23. september 2021 08:44
Ráðherra friðunar, loftslags og járnbrauta Umhverfisráðherra hefur búið til agerðaáætlun í loftslagsmálum sem rædd hefur verið áður. Ráðherrann skartar hverju glamuryrðinu á fætur öðru og lofar minnkandi losun upp í báðar ermar. Skoðun 22. september 2021 19:01
Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Skoðun 22. september 2021 15:46
Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Skoðun 22. september 2021 13:16
UNGA76: Sjálfbær auðlindanýting, loftslagsmál og mannréttindi leiðarstefin Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Heimsmarkmiðin 22. september 2021 08:43
Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. Erlent 21. september 2021 14:52
Hvernig nær sjávarútvegur markmiðum í loftslagsmálum? Eins og búast mátti við eru loftslagsmál í brennidepli fyrir komandi kosningar. Vonum seinna kynni einhver að segja. Loftslagsmál tilheyra ekki einhverjum einum stjórnmálaflokki, þau eru þess eðlis. Skoðun 21. september 2021 12:15
Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Skoðun 20. september 2021 20:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent