Gleðilegan þolmarkadag! Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Skoðun 29. júlí 2021 07:01
Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Innlent 28. júlí 2021 19:00
Íslenskir skór vekja heimsathygli en verða aldrei framleiddir Alþjóðlegir þungavigtarmiðlar á borð við HYPEBEAST hafa að undanförnu gert nýstárlegum skófatnaði hönnuðarins Sruli Recht skil. Hönnuninni er ætlað að vera svar við loftslagsbreytingum; þrjár tegundir af skóm fyrir framtíð með áfallastreitu, eins og þar segir. Lífið 25. júlí 2021 19:16
Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Erlent 21. júlí 2021 23:05
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. Erlent 20. júlí 2021 23:30
Ísland og Sviss undirrita samstarfsyfirlýsingu á sviði loftslagsmála Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað viljayfirlýsingu fyrir Íslands hönd um samstarf við svissnesk stjórnvöld á sviði loftslagsmála. Innlent 20. júlí 2021 14:11
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. Innlent 19. júlí 2021 10:52
Segir það ekkert vafamál að veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir auknar öfgar í veðurfari hafa færst verulega í aukana á þessari öld. Það sé ekkert vafamál að þessar breytingar á veðri séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Innlent 18. júlí 2021 14:46
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. Erlent 16. júlí 2021 13:38
21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Erlent 15. júlí 2021 07:29
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 22:44
Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Erlent 14. júlí 2021 19:25
Icelandair skoðar vetnis- og rafknúið innanlandsflug Icelandair Group hefur skrifað undir tvær viljayfirlýsingar um að kanna möguleika á orkuskiptum í innanlandsflugi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 10:17
Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Erlent 8. júlí 2021 10:29
Yfir þrjátíu stiga hiti á norðanverðum Norðurlöndunum Hitamet hafa fallið í hitabylgju sem gengur nú yfir Skandinavíuskaga og Finnland. Hitinn hefur farið vel yfir þrjátíu gráður í Lapplandi undanfarna daga. Erlent 6. júlí 2021 13:34
Halda sig inni vegna gosmóðu Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Innlent 5. júlí 2021 18:33
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Innlent 5. júlí 2021 12:01
Auðvitað eigum við að banna olíuleit Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Skoðun 3. júlí 2021 11:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). Innlent 2. júlí 2021 14:33
Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. Erlent 1. júlí 2021 20:06
Málsvari olíurisa lýsir undirróðri gegn loftslagsaðgerðum Olíurisinn Exxon Mobil hefur beitt sér gegn loftslagsvísindum í gegnum hulduhópa og er í nánum samskiptum við hóp þingmanna til að grafa undan loftslagsaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Þetta viðurkennir málafylgjumaður í samtali sem var tekið upp á laun. Viðskipti erlent 1. júlí 2021 13:33
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. Erlent 1. júlí 2021 08:39
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Erlent 30. júní 2021 06:55
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Innlent 29. júní 2021 23:23
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. Erlent 29. júní 2021 08:47
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. Erlent 27. júní 2021 20:16
Hvað með trukkana? Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim. Skoðun 24. júní 2021 15:30
Fordæmalaus aukning í hitun jarðar síðustu ár Jörðin fangar nú tvöfalt meiri hita en hún gerði árið 2005 og er aukningin sögð fordæmalaus. Aukningin er sögð jafngilda því að fjórar kjarnorkusprengjur líkt og þeirri sem varpað á Hiroshima væru sprengdar á hverri sekúndu. Erlent 22. júní 2021 23:56
Vilja setja Kóralrifið mikla á hættulista Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og áströlsk stjórnvöld deila enn um stöðu Kóralrifsins mikla sem er að finna norðaustur af meginlandi Ástralíu. Erlent 22. júní 2021 09:04
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Innlent 15. júní 2021 10:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent