Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Kínverjar vilja banna bensín- og dísilbíla

Ríkisstjórn Kína lýsti því yfir í gær að hún vildi banna framleiðslu og sölu bensín- og dísilbíla þar í landi. Xin Guobin, staðgengill iðnaðarráðherra landsins, sagði í viðtali við fréttastofu Xinhua að ríkisstjórnin kannaði nú hvernig best væri að koma slíku banni á.

Erlent
Fréttamynd

Svartolía heyri fortíðinni til

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda.

Innlent
Fréttamynd

Norðurslóðir loga

Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar.

Erlent
Fréttamynd

Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu

Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum.

Erlent
Fréttamynd

Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni

Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar.

Erlent