Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum

Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla.

Innlent
Fréttamynd

Í vímu með þrjú börn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Aukið átak í leit að fölsuðum skilríkjum

Þrefalt fleiri hafa framvísað fölsuðum skilríkjum, milli ára, hjá Þjóðskrá og óskað eftir íslenskri kennitölu til að geta starfað hér á landi. Aukninguna má að hluta rekja til betra eftirlits en lögreglan áttaði sig á brotalöm í kerfinu sem leiddi til þess að nokkur fjöldi utan Evrópska efnahagssvæðisins fékk kennitölu á fölsuðum skilríkjum.

Innlent