Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 11:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segist nú algerlega sannfærður um að fólk lesi bara fyrirsagnir og kynni sér ekki málin. Hann segist fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta. visir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Sjá meira
Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30