Guðdómlegt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku. Lífið 20. febrúar 2024 10:57
Saltblár er litur ársins hjá KitchenAid Þann 8. febrúar síðastliðinn afhjúpaði KitchenAid lit ársins 2024: Blue Salt. Blue Salt eða Saltblár er lillablár litur með hárfínum litaskiptum, rauðleitri perluáferð sem skiptir mjúklega litatónum eftir því hvar ljósið lendir á litnum. Lífið samstarf 20. febrúar 2024 08:47
World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi. Lífið 19. febrúar 2024 21:17
Stjörnugrís innkallar skinku vegna listeríugerils Stjörnugrís hefur tilkynnt innköllun á tveimur tegundum af skinku vegna þess að gerillinn Listeria monocytogenes mældist í vörunum. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki varanna og farga þeim eða skila í verslun. Neytendur 19. febrúar 2024 16:02
Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. Lífið 19. febrúar 2024 11:30
Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. Neytendur 14. febrúar 2024 19:17
Fögnuðu bolludeginum með vistkjöti úr frumum japanskrar akurhænu ORF Líftækni og ástralska nýsköpunarfyrirtækið Vow héldu fyrstu opinberu smökkun á vistkjöti í Evrópu í gær. Boðið var upp á tvo rétti þar sem vistkjöt, ræktað úr frumum úr japanskri kornhænu, var í aðalhlutverki. Lífið 13. febrúar 2024 19:00
Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. Innlent 13. febrúar 2024 17:15
Tróðu í sig vængjum og borgurum yfir Super Bowl Annan sunnudaginn í hverjum febrúar troða Íslendingar í sig sífellt fleiri kjúklingavængjum og annars konar góðmeti. Má þar nefna kökur, snakk, eðlur og rif. Lífið 12. febrúar 2024 14:05
Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. Lífið 10. febrúar 2024 14:33
Vatnsdeigsbollur með hindberja og lakkrísrjómafyllingu Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa og deilir girnilegri uppskrift af vatnsdeigsbollum með hindberja- og lakkrísrjómafyllingu með lesendum Vísis. Lífið 10. febrúar 2024 08:00
Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guðnýjar Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. Lífið 9. febrúar 2024 11:53
Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Innlent 7. febrúar 2024 20:00
Innkalla súkkulaðihúðaða banana sem blönduðust valhnetum Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Til hamingju Súkkulaðihúðaða banana. Ástæða innköllunar er sú að við framleiðslu á vörunni hafa blandast saman við hana súkkulaðihúðaðar valhnetur. Neytendur 7. febrúar 2024 14:22
Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. Lífið 7. febrúar 2024 14:16
Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan. Uppskriftir 6. febrúar 2024 13:30
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Erlent 6. febrúar 2024 06:00
Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. Innlent 1. febrúar 2024 08:00
„Einföldustu beyglur sem ég hef prófað“ Eva Laufey Kjaran, matgæðingur og markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, deildi uppskrift að einföldum og dúnmjúk beyglum með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Lífið 31. janúar 2024 15:01
Heilsutrend ársins 2024: Aukin lífsgæði og vellíðan á einfaldan máta Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara, segir mikilvægt að huga að heilsunni á heildrænan hátt. Heilsutrend ársins að hennar mati eru fjölbreytt og hugvekjandi og eiga það sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd. Lífið 31. janúar 2024 13:32
Gul súpa fyrir gula viðvörun Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. Uppskriftir 31. janúar 2024 10:22
Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow. Matur 29. janúar 2024 12:30
TikTok-takkó sem slær öllu við Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði. Lífið 25. janúar 2024 09:31
Silkimjúkar súpur sem veita hlýju Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. Matur 24. janúar 2024 11:28
Ljúffengur fiskréttur að hætti Hrefnu Sætran Ofurkokkurinn Hrefna Sætran segir að hvítur fiskur sé ótrúlegt hráefni sem maður ætti að borða eins oft og maður getur. Hún deilir hér uppskrift af skotheldum fiskrétti. Matur 23. janúar 2024 10:36
Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22. janúar 2024 17:31
Morgunæfingar og matreiðslunámskeið á heilsudögum Hagkaups Heilsudagar Hagkaups standa nú yfir. Boðið er upp á fræðslu og skemmtilega viðburði. Yfir þúsund heilsutengdar vörur eru á tilboði. Heilsudagarnir standa til 4. febrúar. Lífið samstarf 19. janúar 2024 10:00
Heitustu trendin fyrir 2024 Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. Lífið 8. janúar 2024 07:01
Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4. janúar 2024 14:41
Ómótstæðileg eftirréttabomba sem bráðnar í munni Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi gómsætri uppskrift að ómótstæðilegu tiramisú með mildu karamellubragði fyrir áramótaveisluna á vefsíðunni Döðlur og smjör. Lífið 28. desember 2023 20:01