Evrópumöguleikar Davíðs Þórs og Elfars Freys Óhætt er að fullyrða að stærstu félagaskiptin í íslenskri knattspyrnu í dag, á lokadegi félagaskiptagluggans, sé heimkoma Elfars Freys Helgasonar í Breiðablik og Davíðs Þórs Viðarssonar í FH. Íslenski boltinn 31. júlí 2013 15:45
Ólafur Páll: Við skiljum þetta einvígi eftir galopið "Við lögðum upp með það að spila sterkan varnarleik og það gekk að mestu leyti allt saman upp,“ sagði Ólafur Páll Snorrason eftir tapið gegn Austria Vín í samtalið við Vísi rétt eftir leikinn. Íslenski boltinn 30. júlí 2013 19:43
Leik lokið: Austria Vín - FH 1-0 FH tapaði fyrir Austria Vín, 1-0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en leikurinn fór fram í Vín. Fótbolti 30. júlí 2013 10:58
Geta ekki einu sinni borið fram "Hafnarfjörður" Fjallað er um viðureign Austria Vín og FH í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á austurríska vefmiðlinum Kurier í dag. Fótbolti 30. júlí 2013 10:30
Berum mikla virðingu fyrir FH "Ég ber mikla virðingu fyrir FH og leikmenn mínir vita það. Auðvitað eru meiri gæði í okkar liði en í fótbolta er það oft hungrið sem skilur að. Við verðum að vera tilbúnir að selja okkur dýrt,“ sagði Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, á blaðamannafundi í gær. Fótbolti 30. júlí 2013 07:30
Leikur FH og Ekranas í beinni útsendingu Íslandsmeistarar FH taka á móti Ekranas frá Litháen í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Fótbolti 22. júlí 2013 22:45
Austria Vín bíður FH-inga FH mun mæta austurrísku meisturunum í Austria Vín ef liðið kemst áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Íslenski boltinn 19. júlí 2013 10:49
FH með frábæran útisigur á Ekranas FH-ingar unnu frábæran sigur, 1-0, á litháensku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Litháen. Íslenski boltinn 16. júlí 2013 10:06
Guardiola brjálaður út í Börsunga "Ég sagði forsetanum og forráðamönnum Barcelona að ég ætlaði í 6000 km fjarlægð og bað þá um að láta mig í friði. Þeir hafa ekki staðið við orð sín." Fótbolti 12. júlí 2013 10:51
Engin kjarakaup hjá Barcelona Fátt virðist geta komið í veg fyrir að David Villa gangi í raðir Atletico Madrid frá Barcelona á næstu dögum. Fótbolti 9. júlí 2013 09:29
Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni. Fótbolti 2. júlí 2013 23:45
FH á leið til Litháen Íslandsmeistarar FH munu mæta lítháiska liðinu Ekranas í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun. Fótbolti 24. júní 2013 10:18
Lindberg markahæstur í Meistaradeildinni Hans Óttar Lindberg varð ekki aðeins Evrópumeistari með Hamburg um helgina því Daninn varð einnig markahæstur í Meistaradeildinni í vetur. Handbolti 3. júní 2013 11:15
Cruyff: Þetta er allt Mourinho að kenna Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, kennir Jose Mourinho algjörlega um hvernig fór hjá Real Madrid á þessu tímabili. Fótbolti 26. maí 2013 08:30
Cristiano Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði flest mörk í Meistaradeildinni í ár eða 12 mörk í 12 leikjum. Robert Lewandowski hjá Borussia Dortmund var sá eini sem átti raunhæfa möguleika til að ná Ronaldo í úrslitaleiknum á Wembley en tókst ekki að bæta við þau tíu mörk sem hann var búinn að skora. Fótbolti 25. maí 2013 23:03
Allt um úrslitaleikinn hjá Þorsteini Joð og félögum Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Borussia Dortmund í stórskemmtilegum úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu og eftir leikinn fóru Þorstein Joð og gestir hans yfir leik allt það helsta í leiknum. Fótbolti 25. maí 2013 22:50
Robben: Þetta varð bara að gerast núna Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum. Fótbolti 25. maí 2013 22:01
Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum. Fótbolti 25. maí 2013 21:45
Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok. Fótbolti 25. maí 2013 21:36
Klopp: Við sýndum það að við áttum skilið að vera í úrslitaleiknum Jürgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, var að sjálfsögðu niðurlútur eftir 1-2 tap á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í kvöld en hann var jafnframt stoltur af sínum mönnum. Fótbolti 25. maí 2013 21:23
Lahm þriðji Bæjarinn til að lyfta bikarnum með stóru eyrun Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, lyfti nú áðan Meistaradeildarbikarnum á Wembley-leikvanginum í London eftir að liðið hans vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleiknum. Fótbolti 25. maí 2013 21:08
Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok. Fótbolti 25. maí 2013 20:58
Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn. Fótbolti 25. maí 2013 18:00
Ribery: Við skuldum stuðningsmönnum Bayern sigur Frakkinn Franck Ribery er einn af þeim leikmönnum þýska liðsins Bayern München sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum. Fótbolti 25. maí 2013 17:30
Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn. Fótbolti 25. maí 2013 13:23
Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi. Fótbolti 25. maí 2013 12:15
Neymar fær að velja á milli Barcelona og Real Madrid Það vildu örugglega margir knattspyrnumenn vera í sporum Brasilíumannsins Neymar sem fær nú tækifæri til að velja hvort hann spili með tveimur af stærstu knattspyrnufélögum heima, Barcelona eða Real Madrid. Fótbolti 25. maí 2013 11:45
Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands. Fótbolti 25. maí 2013 11:15
Á Dortmund einhverja möguleika? Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum. Fótbolti 25. maí 2013 07:00
Óvenjuleg upphitun | Myndband Þýska fótboltaritið 11Freunde sendi frá sér afar skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. maí 2013 23:30