Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

    Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

    Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

    Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

    Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni

    Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

    Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

    Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

    Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

    Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robert Huth: Bayern vinnur Chelsea 3-1

    Þjóðverjinn Robert Huth, varnarmaður Stoke, var fenginn til þess að spá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Bayern München og Chelsea sem fram fer í München á laugardaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lyon vann Meistaradeildina annað árið í röð

    Franska félagið Olympique Lyonnais tryggði sér sigur í Meistaradeild kvenna í fótbolta í kvöld með því að vinna 1. FFC Frankfurt 2-0 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í München. Bæði mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    David Luiz og Cahill æfðu með Chelsea í dag

    Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fékk góðar fréttir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar miðverðirnir David Luiz og Gary Cahill fengu grænt ljóst og mega því fara að æfa á ný. Luiz og Cahill hafa ekki spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

    Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben samdi við Bayern til ársins 2015

    Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

    Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

    John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

    John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München

    Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn.

    Fótbolti