Fótbolti

Vorkenndi Blikunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ellert Hreinsson skorar í Evrópudeildinni.
Ellert Hreinsson skorar í Evrópudeildinni. Mynd/Vilhelm
FH-ingurinn Sam Tillen hefur sínar skoðanir á leiktímanum í dag þegar FH mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í einum stærsta leik íslensks liðs í Evrópukeppni í langan tíma. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

„Fólk þarf að taka sér frí frá vinnu, sem er kjánalegt. Það ætti að hjálpa íslensku liðunum og hafa leikina í fyrsta lagi klukkan 18,“ segir Sam. Honum finnst sömuleiðis ekki rökrétt að leikið sé í Pepsi-deild karla á sama tíma og þá fengu hvorki FH-ingar né Blikar leikjum sínum í deild og bikar um helgina frestað þrátt fyrir annir í Evrópu.

„Ég vorkenndi Blikunum gegn Fram því þeim er refsað fyrir að ná góðum árangri,“ segir Sam. Blikar lentu á Íslandi seinni part föstudags eftir langt ferðalag til Kasakstan. Blikar reyndu að fá leiknum gegn Fram frestað um einn dag en árangurslaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×