Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid

    Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Það bjóst enginn við sigurmarki í lokin

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, þurfti að sætta sig við 1-2 tap á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæjarar tryggðu sér sigurinn með marki Mario Gomez á 90. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid

    Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heynckes: Einstakt tækifæri fyrir okkur

    Það er mikið undir hjá Bayern München í Meistaradeildinni enda fer úrslitaleikur keppninnar fram á þeirra heimavelli. Þangað vill liðið komast en fyrst þarf Bayern að leggja Real Madrid af velli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara

    Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi skorar innan sem utan vallar

    Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Steinar Óli gaf Giggs og Rooney fimmu

    Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

    Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

    Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea komst naumlega áfram

    Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid

    Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ramires: Allt Roberto Di Matteo að þakka

    Ramires, miðjumaður Chelsea segir að uppkoma liðsins að undanförnu sé nýja stjóranum Roberto Di Matteo að þakka en hann tók við liðinu þegar André Villas-Boas var rekinn eftir aðeins átta mánuði í starfi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Hárréttur dómur

    "Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Seinna vítið eyðilagði leikinn

    Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður AC Milan, var ekki ánægður með dómgæsluna í leik sinna manna gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Börsungar unnu 3-1 sigur en fengu tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Sigurinn tryggði Barcelona sæti í undanúrslitum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Ég ætla ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að hann ætlaði ekki að horfa á leik Barcelona og AC Milan í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin mætast á Camp Nou í kvöld. AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eru Ítalir bestir í því að stoppa Lionel Messi?

    Lionel Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó og það er því mikil spenna fyrir þennan leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern ekki í vandræðum með Marseille

    Ivica Olic skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Bayern München gegn Marseille í kvöld. Bæjarar tryggðu sér því sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 4-0 samanlögðum sigri gegn franska liðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kunnum bara að sækja til sigurs

    Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu.

    Fótbolti