Þjálfari Debrecen: Við töpum örugglega fyrir Lyon Það verður seint sagt að það ríki bjartsýni hjá þjálfara Debrecen, Andras Herczeg, fyrir leikinn gegn Lyon í Meistaradeildinni. Hann er nánast búinn að bóka tap fyrir leikinn. Fótbolti 9. desember 2009 15:30
Louis Van Gaal: Bayern yfirspilaði Juventus frá byrjun Bayern Munchen tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með frábærum 4-1 sigri á Juventus sem sat fyrir vikið eftir og þarf að taka þátt í Evrópudeildinni eins og Liverpool. Fótbolti 9. desember 2009 14:00
CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni CSKA Moskva verður ekki rekið úr Meistaradeildinni þó svo tveir leikmenn liðsins hafi fallið á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Man. Utd. Fótbolti 9. desember 2009 12:45
Ferguson ánægður með Owen Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu Michael Owen sem skoraði þrennu í 3-1 sigri liðsins á Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 8. desember 2009 23:09
Úrslit: Meistaradeild Evrópu Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og er fylgst með framgangi þeirra hér á Vísi. Fótbolti 8. desember 2009 19:18
Á lyfjum gegn Man. Utd Tveir leikmenn CSKA Mosvku voru í dag dæmdir í tímabundið keppnisbann efir að hafa falið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United í meistaradeildinni í síðasta mánuði. Fótbolti 8. desember 2009 14:15
Sonur David Gill í hópnum hjá Man. Utd Meiðslavandræði Man. Utd eru það mikil að Sir Alex Ferguson hefur þurft að velja son David Gill, framkvæmdastjóra félagsins, í hópinn fyrir leikinn gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni. Fótbolti 8. desember 2009 13:00
Evans og O'Shea frá þar til í janúar Þeir Jonny Evans og John O'Shea, leikmenn Manchester United, verða báðir frá vegna meiðsla þar til í næsta mánuði. Enski boltinn 7. desember 2009 23:16
Mourinho rekinn ef Inter tapar gegn Rubin Kazan Gamla Inter-goðsögnin, Sandro Mazzola, trúir því að Jose Mourinho verði rekinn sem þjálfari Inter ef liðinu tekst ekki að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. desember 2009 15:00
Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall. Enski boltinn 6. desember 2009 14:00
Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011 Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana. Fótbolti 3. desember 2009 13:45
Neville: Liverpool átti bara ekki skilið að fara áfram Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United hefur stráð salti í sárin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool eftir að félaginu mistókst að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26. nóvember 2009 16:15
Ítalskir fjölmiðlar segja starf Mourinho í hættu Ítalskir fjölmiðlar halda því margir hverjir fram í dag að Jose Mourinho verði rekinn frá Inter ef liðinu mistekst að vinna sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. nóvember 2009 13:15
Í þriðja sinn sem Anelka tryggir Chelsea 1-0 sigur Nicolas Anelka hefur verið betri en enginn fyrir Chelsea í Meistaradeildinni á þessu tímabili því Frakkinn hefur skorað þrjú sigurmörk í fimm leikjum Lundúnaliðsins. Anelka skoraði eina markið í kvöld þegar Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Porto 1-0 í Portúgal. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:22
United vantaði sex leiki í að ná meti Bayern Manchester United var búið að leiki 23 heimaleiki í röð án þess að tapa í Meistaradeildinni þegar tyrkneska liðið Besiktas sótti þrjú stig á Old Trafford í kvöld. United hafði unnið alla heimaleiki sína frá því í september 2005. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:12
Alex Ferguson: Ég hef fulla trú á þessum strákum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir tapleikinn á móti Besiktas á Old Trafford í kvöld að ungir leikmenn liðsins ættu enn eftir ýmislegt ólært. Ferguson gaf mörgum lykilmönnum frí í leiknum og United tapaði sínum fyrsta heimaleik í Meistaradeildinni síðan 2005. Fótbolti 25. nóvember 2009 23:01
Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014 Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins. Enski boltinn 25. nóvember 2009 20:30
Abidal er sjötti maðurinn sem framlengir hjá Barca í vetur Eric Abidal er sjötti leikmaður Barcelona á þessu tímabili sem framlengir samning sinn við liðið en hann framlengdi í dag samninginn sinn um eitt ár og verður Frakkinn því á Nývangi til ársins 2012. Fótbolti 25. nóvember 2009 19:30
Meistaradeildin: Bayern og Juventus mætast í úrslitaleik Bayern Munchen og Juventus mætast í hreinum úrslialeik í lokaumferð Meistaradeildarinnar eftir að Bordeaux vann 2-0 sigur á Juventus og Bayern vann 1-0 sigur á Maccabi Haifa í kvöld. Bordeaux tryggði sér sigur í riðlinum. Fótbolti 25. nóvember 2009 19:15
Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D). Fótbolti 25. nóvember 2009 18:30
Jose Mourinho: Ég öfunda ekki leikmannahóp Barcelona Barcelona vann öruggan sigur á Inter í Meistaradeildinni í kvöld og Jose Mourinho viðurkenndi það á blaðamannafundi eftir leikinn. Fótbolti 24. nóvember 2009 23:30
Benitez: Ég er hundrað prósent viss um að við endum á topp 4 Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-0 sigrinum á Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Fiorentina vann aftur á móti Lyon og því á Liverpool ekki lengur möguleika á að komast í 16 liða úrslitin. Fótbolti 24. nóvember 2009 22:48
Gerrard: Við vinnum bara Evrópudeildina í staðinn Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir 1-0 sigur á Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Fiorentina vann Lyon og fylgir því franska liðinu inn í 16 liða úrslitin. Fótbolti 24. nóvember 2009 22:22
Dómarinn í leik Frakka og Íra: Ekki mér að kenna Sænski dómarinn í leik Frakka og Íra í umspilsleiknum fræga á dögunum hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um allt fjaðrafokið sem varð í kjölfar hans. Thierry Henry notaði þar vinstri höndina greinilega við að leggja upp jöfnunarmark Frakka án þess að Martin Hansson eða félagar hans í dómaratríóinu tækju eftir því. Fótbolti 24. nóvember 2009 21:30
Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo. Fótbolti 24. nóvember 2009 20:30
Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:45
Meistaradeildin í kvöld: Liverpool er úr leik Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni eftir úrslit kvöldsins. Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann 1-0 sigur á Lyon á sama tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:20
Kona Ribery komin með Svínaflensuna - þarf að æfa einn Franck Ribery fær ekki að æfa með félögum sínum í Bayern Munchen að ótta við smithættu en konan hans greindist á dögunum með Svínaflensuna. Riberry er að ná sér að hnémeiðslunum. Fótbolti 24. nóvember 2009 18:15
Spænska blaðið El Mundo Deportivo: Zlatan byrjar í kvöld Samkvæmt spænska blaðinu El Mundo Deportivo verður Zlatan Ibrahimovic í byrjunarliði Barcelona á móti gömlu félögunum hans í Inter í mikilvægum leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Barcelona getur dottið úr keppni tapi liðið leiknum í kvöld. Fótbolti 24. nóvember 2009 17:00
Cristiano Ronaldo verður með Real Madrid á morgun Cristiano Ronaldo er í leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn á móti svissneska liðinu FC Zurich í Meistaradeildinni á morgun. Portúgalinn hefur ekki leikið með liðinu síðan 10. október vegna ökklameiðsla. Fótbolti 24. nóvember 2009 16:15