Meistaradeildin fer í loftið 17:30 Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og verður helmingur þeirra sýndur í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti 25. nóvember 2008 10:14
Rossi mætir gömlu félögunum Patrice Evra, varnarmaður Manchester United, segir að það komi sér alls ekki á óvart hve vel hefur gengið hjá Guiseppe Rossi í liði Villareal á tímabilinu. Rossi yfirgaf United á síðasta ári en mætir sínum fyrrum félögum í Meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 24. nóvember 2008 20:00
Ronaldo fór með United til Spánar Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi Manchester United fyrir leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni á morgun þrátt fyrir að hafa farið meiddur af velli í deildarleik um helgina. Fótbolti 24. nóvember 2008 15:58
Kristinn dæmir í Úkraínu Kristinn Jakobsson mun dæma leik Shakhtar Donetsk og Basel í Úkraínu á miðvikudaginn kemur og verður það í fyrsta skipti sem íslenskur dómari dæmir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. nóvember 2008 12:38
Áfrýjun Atletico hafnað en refsing milduð Atletico Madrid þarf að leika næsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu fyrir luktum dyrum og greiða 65 þúsund pund í sekt vegna ólæta stuðningsmanna félagsins á leik gegn Marseille í Meistaradeildinni í síðasta mánuði. Fótbolti 20. nóvember 2008 15:45
UEFA sektar Celtic Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað skoska knattspyrnuliði Glasgow Celtic eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 13. nóvember 2008 18:26
Kristinn dæmir í Meistaradeildinni Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson mun í fyrsta sinn dæma leik í fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í íþróttaþættinum Skjálfanda á X-inu 977 í hádeginu. Fótbolti 11. nóvember 2008 14:04
Áhorfendur Celtic til vandræða Knattspyrnusamband Evrópu hefur hrundið af stað rannsókn á atviki sem átti sér stað á leik Celtic og Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni þar sem ungur stuðningsmaður hljóp inn á völlinn. Fótbolti 7. nóvember 2008 19:45
Gerrard er góður leikari Forseti Atletico Madrid vill meina að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool eigi framtíð fyrir sér sem leikari. Fótbolti 7. nóvember 2008 18:28
Segir Ronaldo fá sérmeðferð hjá dómurum Scott Brown, leikmaður Celtic, segir að Cristiano Ronaldo fái sérmeðferð frá dómurum bara vegna þess að hann er stórt nafn í knattspyrnuheiminum. Fótbolti 7. nóvember 2008 10:13
Vill frekar vinna Evrópubikarinn Framherjinn Alessandro del Piero hjá Juventus sló í gegn í gær þegar hann skoraði bæði mörk Juventus í 2-0 sigri liðsins á Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni. Fótbolti 6. nóvember 2008 19:45
Robben frá í sex vikur Arjen Robben verður frá að minnsta kosti næstu sex vikurnar eftir að hann tognaði á lærvöðva í leik Real Madrid og Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 6. nóvember 2008 14:12
Wenger segir Arsenal fá ósanngjarna meðferð Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir leikmenn fái ósanngjarna meðferð frá dómurum eftir að liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fenerbahce í gær. Fótbolti 6. nóvember 2008 10:40
Ryan Giggs kominn fram úr Raul Ryan Giggs skoraði í gær sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þrettán keppnistímabilum í Meistaradeildinni. Fótbolti 6. nóvember 2008 10:07
Juventus jafnaði árangur Barcelona Juventus tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og er það í fjórða skiptið sem liðið tryggir sig áfram eftir aðeins fjórar umferðir í riðlakeppninni. Fótbolti 6. nóvember 2008 10:01
Fabregas jákvæður Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas kaus að horfa á björtu hliðarnar eftir að lið hans Arsenal gerði markalaust jafntefli við Fenerbahce á heimavelli sínum í kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2008 23:05
Giggs: Við áttum skilið að vinna Fyrirliðinn Ryan Giggs sagði sína menn í Manchester United hafa átt skilið að fara með öll stigin frá Celtic Park í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við skoska liðið Celtic. Fótbolti 5. nóvember 2008 22:56
Ranieri: Del Piero var frábær Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, var að vonum ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Real Madrid á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hrósaði markaskoraranum Alessandro del Piero í hástert. Fótbolti 5. nóvember 2008 22:49
Jafnt hjá United og Arsenal Arsenal og Manchester United urðu að gera sér að góðu jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í knatttspyrnu í kvöld, en Real Madrid steinlá heima fyrir Juventus. Fótbolti 5. nóvember 2008 21:45
Celtic hefur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum átta sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Celtic frá Skotlandi hefur yfir 1-0 gegn Manchester United í hálfleik þar sem Scott McDonald skoraði mark heimamanna á 13. mínútu. Fótbolti 5. nóvember 2008 20:38
Sex breytingar hjá United Leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu hefjast klukkan 19:45. Sir Alex Ferguson hefur gert sex breytingar á liði Manchester United frá því það lagði Hull í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 5. nóvember 2008 18:56
Adebayor frá í þrjár vikur Emmanuel Adebayor verður ekki með Arsenal næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla og missir þar með af leiknum gegn Fenerbahce í Meistaradeildinni í kvöld. Enski boltinn 5. nóvember 2008 12:56
Meiðsli Iniesta skyggja á sætið í 16-liða úrslitunum Barcelona og Sporting Lissabon tryggðu sér bæði sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en Börsungum var fyrst og fremst meiðsli Andrés Iniesta í huga í gær. Fótbolti 5. nóvember 2008 09:44
Mourinho: Of mikið af einstaklingsmistökum „Það eru ekki enn komin jól en samt erum við farnir að gefa jólagjafir," sagði Jose Mourinho, stjóri Inter. Ítalíumeistararnir gerðu 3-3 jafntefli við Famagusta á Kýpur í kvöld. Fótbolti 4. nóvember 2008 23:13
Scolari: Gáfum Roma gjafir Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi komið færandi hendi í leikinn gegn Roma í kvöld. Roma vann leikinn 3-1 og er Scolari ekki ánægður með gjafmildi sinna manna. Fótbolti 4. nóvember 2008 22:52
Gerrard: Þetta var réttur dómur Steven Gerrard segir að dómarinn í leik Liverpool og Atletico Madrid hafi tekið rétta ákvörðun með því að gefa sér vítaspyrnu í kvöld. Hann viðurkennir þó að þurfa að skoða atvikið betur á sjónvarpsupptökum og spurning hvort afstaða hans breytist eftir það. Fótbolti 4. nóvember 2008 22:20
Maradona vill Mascherano sem fyrirliða Diego Maradona var í kvöld opinberlega kynntur sem nýr þjálfari landsliðs Argentínu. Carlos Bilardo, sem var þjálfari þegar Maradona lyfti heimsmeistarabikarnum 1986, verður aðstoðarmaður hans. Fótbolti 4. nóvember 2008 21:58
Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fótbolti 4. nóvember 2008 21:30
Liverpool undir í hálfleik Kominn er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er að tapa 0-1 fyrir Atletico Madrid en Maxi Rodriguez skoraði markið. Fótbolti 4. nóvember 2008 20:30
Eiður á bekknum gegn Basel Eiður Smári Guðjohnsen er í fyrsta sinn í leikmannahópi Barcelona í kvöld síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu um miðjan október. Barcelona leikur gegn Basel frá Sviss í Meistaradeildinni og byrjar Eiður á bekknum. Fótbolti 4. nóvember 2008 18:55