Þeysireið á milli ólíkra strauma Föstudaginn 2. september kemur út glæný poppbreiðskífa frá Benna Hemm Hemm. Platan ber titilinn Lending og kemur út á streymisveitum en einnig á formi ljóðabókar. Albumm 30. ágúst 2022 14:30
Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. Bíó og sjónvarp 30. ágúst 2022 13:58
Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. Tónlist 30. ágúst 2022 11:37
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. Lífið 30. ágúst 2022 09:40
Sopranos-leikarinn Bob LuPone er látinn Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos. Lífið 30. ágúst 2022 07:06
Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. Tónlist 29. ágúst 2022 21:30
Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. Tónlist 29. ágúst 2022 17:00
Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Menning 29. ágúst 2022 15:01
„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Innlent 29. ágúst 2022 14:59
Húsfyllir á forsýningu Svars við bréfi Helgu í Trékyllisvík Sérstök forsýning var á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu í Árneshreppi um helgina. Íbúar fjölmenntu í bíó. Lífið 29. ágúst 2022 14:01
Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. Innlent 29. ágúst 2022 13:58
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. Lífið 29. ágúst 2022 13:36
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. Lífið 29. ágúst 2022 12:00
Matthildur og Aníta eyddu kvöldi með Love Island sigurvegaranum Davide Love Island sigurvegarinn Davide Sanclimenti sást fara inn í leigubíl á skemmtanalífinu með íslenskum stúlkum í London um helgina, þegar kærastan hans Ekin-Su Cülcüloğlu var ekki á landinu. The Sun fjallaði um málið, enda er mikill áhugi á Love Island stjörnunum þar í landi. Lífið 29. ágúst 2022 10:55
Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. Lífið 29. ágúst 2022 10:11
Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. Tónlist 29. ágúst 2022 09:49
Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tónlistarmyndbandið Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). Tónlist 29. ágúst 2022 08:49
Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“ Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna. Innlent 29. ágúst 2022 08:15
Smástirni starfar með Öldu Music Plötuútgáfan Smástirni hefur hafið samstarf við Alda Music. Albumm 28. ágúst 2022 11:10
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27. ágúst 2022 21:06
Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Tónlist 27. ágúst 2022 16:00
Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna. Menning 27. ágúst 2022 15:41
Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. Tónlist 27. ágúst 2022 07:01
DJ Koze með sumarsmell í toppsætinu Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög ágúst. Þjóðverjinn DJ Koze á topplagið en það er sannkallaður sumarsmellur. Tónlist 26. ágúst 2022 18:00
Fyrsta sýnishornið úr nýjum þáttum Anítu Briem Í nýju myndbandi frá Stöð 2 má sjá fyrsta sýnishornið úr þáttunum Svo lengi sem við lifum. Með aðalhlutverk í þáttunum fer leikkonan Aníta Briem en hún er einnig handritshöfundur þáttanna. Lífið 26. ágúst 2022 15:06
Smástirni starfar með Öldu Music Plötuútgáfan Smástirni hefur hafið samstarf við Alda Music. Albumm 26. ágúst 2022 14:31
Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með. Lífið 26. ágúst 2022 13:31
Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. Lífið 26. ágúst 2022 11:32
Eiríkur Guðmundsson borinn til grafar í dag Menningargeirinn syrgir nú einn sinn allra besta mann. Fjölmiðlar verða ekki samir eftir fráfall Eiríks Guðmundsonar; menningarumfjöllun almennt verður það ekki heldur né sjálfur skáldskapurinn. Ekki verður betur skilið á fjölda minningargreina sem birtast bæði í Morgunblaðinu í dag og á samfélagsmiðlum. Innlent 26. ágúst 2022 11:14
Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Innlent 26. ágúst 2022 08:56