Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. Lífið 12. október 2022 14:22
Blake Shelton hættir í The Voice „Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani. Lífið 12. október 2022 12:31
„Heiðarlegur viðburður sem skiptir máli“ Stærsta listamessa landsins opnar næstkomandi föstudag á Korpúlfsstöðum og ber nafnið Torg. Þangað koma um tólf þúsund gestir á ári hverju en viðburðurinn er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, með stuðningi Reykjavíkurborgar. Menning 12. október 2022 11:32
Ráðherra segir heimildir til að afturkalla ákvörðun „mjög takmarkaðar“ Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segist ekki geta afturkallað skipun Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar, þar sem heimildir stjórnvalds til að breyta og/eða afturkalla ákvörðun séu „mjög takmarkaðar og háðar þröngum skilyrðum“. Innlent 12. október 2022 07:17
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Lífið 11. október 2022 20:32
JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. Tónlist 11. október 2022 18:01
Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. Tónlist 11. október 2022 15:31
„Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. Tónlist 11. október 2022 14:31
Tónleikaferðalag og ný plata á leiðinni Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn. Tónlist 11. október 2022 14:29
Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Lífið 11. október 2022 11:30
Þarf í nýtt húsnæði vegna skriðuhættu Ekki er hægt að halda áfram starfsemi LungA-lýðskólans í húsnæði þess að Strandavegi 13 á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og er því ljóst að skólinn þarf nýtt húsnæði. Innlent 11. október 2022 11:08
Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum. Viðskipti innlent 11. október 2022 08:58
Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. Innlent 10. október 2022 17:31
Hjartnæmir endurfundir Doc og Marty á Comic Con Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly. Lífið 10. október 2022 16:15
Ást, dauði og sálfræðingar á fyrstu breiðskífu Kvikindis Rafpoppþríeykið Kvikindi var að senda frá sér plötu síðastliðinn föstudag. Þetta er þeirra fyrsta breiðskífa og ber titilinn Ungfrú Ísland. Tónlist 10. október 2022 15:31
Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. Innlent 10. október 2022 14:46
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Lífið 9. október 2022 22:58
„Göngugrindahlaup og hjólastólarallý“ á vinsælum böllum Hrafnistu Svokallað göngugrindahlaup og hjólastólarallý eru vikulegir viðburðir á Hrafnistu að sögn söngkonu sem syngur reglulega fyrir heimilismenn. Hún segir söng og dans færa eldra fólki ómælda hamingju. Lífið 9. október 2022 19:40
Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9. október 2022 12:30
Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum. Innlent 9. október 2022 10:25
Tónlist varð eins og skuldabréf og verðið rauk upp Stofnendur Öldu Music, sem er rétthafi að bróðurparti allrar íslenskrar tónlistar og var fyrr á árinu selt til Universal Music Group, sáu fyrir sér að streymisveitur myndu gjörbreyta rekstrargrundvelli íslenskrar tónlistar. Stöðugt tekjustreymi ásamt lágu vaxtastigi gerði það að verkum að verðmiðinn á tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist, margfaldaðist á örfáum árum. Innherji 9. október 2022 10:00
KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“ Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 9. október 2022 10:00
Mafíusögur 2022: „Ég heyri ekki, ég sé ekki, ég tala ekki“ Fyrir rúmu ári síðan gerðist sá harmleikur í góðu hverfi í Palermo á Sikiley að rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir féll, eða fleygði sér, fram af svölum á 9.hæð í fjölbýli og lést. Lífið 9. október 2022 08:01
Ótemjureið hlaut Gullna lundann Ótemjureið eftir Lolu Quivoron hlaut verðlaunin Gullna lundann, meginverðlaun RIFF í ár, en hátíðin var haldin í nítjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Bíó og sjónvarp 8. október 2022 21:14
Armensk Eurovision söngkona slær í gegn Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina. Tónlist 8. október 2022 16:01
Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Lífið 8. október 2022 12:16
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. Innlent 8. október 2022 09:05
Netflix leitar í kvikmyndahúsin Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out. Bíó og sjónvarp 7. október 2022 15:03
Skapa ævintýralegan heim með nýrri plötu Hljómsveitin Sycamore Tree er skipuð Gunna Hilmarssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttir. Þau voru að senda frá sér plötuna Colors en hún hefur verið í bígerð í yfir þrjú ár. Blaðamaður tók púlsinn á Gunna. Tónlist 7. október 2022 14:32
Söngkonan Jody Miller er látin Bandaríska söngkonan Jody Miller, sem er einna þekktust fyrir að sungið lagið Queen of the House, er látin, áttræð að aldri. Lífið 7. október 2022 14:22