Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. Lífið 11. janúar 2024 13:14
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan af íslenska sálfræðitryllinum Natatorium Íslenski sálfræðilegi tryllirinn Natatorium verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 23. febrúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Helenu Stefánsdóttur. Lífið 11. janúar 2024 10:52
Lögin sem Idol keppendur flytja á fyrsta úrslitakvöldinu Fyrsta úrslitakvöld Idol keppninar fer fram annað kvöld í Idol-höllinni að Fossaleyni. Þema kvöldins er íslensk lög. Lífið 11. janúar 2024 07:00
Bera fullkomið og listrænt traust til hvor annarrar „Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil. Menning 10. janúar 2024 14:00
„Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft“ „Mér gengur yfirleitt best ef ég er ekki fyrir sjálfum mér,“ segir listamaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson sem opnar sýningu í galleríi í París á föstudaginn. Menning 10. janúar 2024 10:04
Leikarinn Adan Canto er látinn Bandaríski leikarinn Adan Canto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, er látinn. Hann varð 42 ára. Lífið 10. janúar 2024 07:44
Mando og Grogu á leið á hvíta tjaldið Framleiðslurisinn Disney tilkynnti í dag að bíómynd um sögupersónurnar Mandalorian og Grogu, sem finna má í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian sem gerast í Star Wars-heiminum, sé nú í bígerð. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2024 23:44
Notalegur staður til að slamma á Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. Menning 9. janúar 2024 16:30
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2024 15:30
Sinéad O’Connor lést af náttúrulegum orsökum Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor lést af náttúrulegum orsökum, að því er krufning hefur leitt í ljós. Lífið 9. janúar 2024 14:30
Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Lífið 8. janúar 2024 10:35
Ráðin framkvæmdastjóri Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Hún hefur þegar hafið störf. Menning 8. janúar 2024 08:09
Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr. Lífið 8. janúar 2024 07:51
Heitustu trendin fyrir 2024 Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. Lífið 8. janúar 2024 07:01
Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. Tónlist 7. janúar 2024 21:02
Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Lífið 7. janúar 2024 17:07
Saltburn: Hinn hæfileikaríki herra Quick Saltburn er nýjasta kvikmynd Emerald Fennell, leikstýru einnar eftirtektarverðustu kvikmyndar ársins 2022, A Promising Young Woman. Það er Amazon-streymisveitan Prime sem frumsýndi hana rétt fyrir jól. Gagnrýni 7. janúar 2024 09:35
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2024 09:01
Ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. Menning 7. janúar 2024 09:01
Þorleifur Örn og Erna Mist nýtt par Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og Erna Mist Yamagata, myndlistarkona og pistlahöfundur, eru nýtt par. Lífið 6. janúar 2024 20:55
Buðu milljónir til að gera bíómynd um Littler Saga Lukes Littler, undrabarnsins sem varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu í pílukasti, gæti ratað á hvíta tjaldið áður en langt um líður. Sport 5. janúar 2024 15:00
Þórdís vann samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk við nýjan Landspítala. Samhljóma niðurstaða dómnefndar var að verk hennar, Upphaf, bæri fyrir sér næmi fyrir rýminu og starfsemi spítalans. Lífið 5. janúar 2024 13:22
Vetrarparadísin höfðar til íslenskra bókakaupenda Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Menning 5. janúar 2024 12:23
Fullnaðarsigur Slayer fimm árum eftir tónleikana í Laugardalnum Guðmundur Hreiðarsson Viborg og Félögin L Events ehf. og Lifandi Viðburðir ehf. þurfa að greiða þungarokkshljómsveitinni Slayer eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún tróð upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sumarið 2018. Innlent 5. janúar 2024 11:08
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. Lífið 5. janúar 2024 10:01
Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. Innlent 4. janúar 2024 23:32
Mary Poppins leikkonan Glynis Johns látin Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði. Lífið 4. janúar 2024 21:29
Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Erlent 4. janúar 2024 07:02
Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem listaverk Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna. Innlent 3. janúar 2024 14:45
Auður Haralds er látin Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi. Menning 3. janúar 2024 11:23