Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Tónlist 17. apríl 2023 16:27
Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. Menning 17. apríl 2023 14:51
Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Innlent 17. apríl 2023 14:24
Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Lífið 17. apríl 2023 11:25
Sökker fyrir strengjum og pylsum Gígja Marín Þorsteinsdóttir úr Hveragerði er fjórði flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Lífið samstarf 17. apríl 2023 09:43
Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 17. apríl 2023 07:00
Heldur minningu systur sinnar lifandi með einstakri sýningu Verk sem listamaðurinn Tóta van Helzing náði aldrei að klára eru á meðal þess sem nú eru til sýnis á nýopnaðri listasýningu í Gufunesi. Tóta lést fyrir rétt rúmu ári en list hennar lifir áfram með sýningunni. Tíska og hönnun 16. apríl 2023 21:52
Allir styrkirnir í RÚV-verkefni Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn. Innlent 16. apríl 2023 15:01
„Hann fór tvisvar til útlanda, bæði skiptin í draumi“ Hvernig er að búa sem einbúi á afskekktum stað með einungis dýr og skepnur sér til félagsskapar? RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. Lífið 16. apríl 2023 07:00
Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög. Tónlist 15. apríl 2023 17:01
Air: Miðaldra forréttindapjakkar gera loftlitla Nike-tuðru Kvikmyndin Air fjallar um hvernig íþróttafatnaðarframleiðandanum Nike tókst að landa samningi við körfuknattleiksmanninn Michael Jordan og skapa eitt vinsælasta vörumerki sögunnar: Air Jordan. Gagnrýni 15. apríl 2023 08:42
„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“ „Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum. Tónlist 15. apríl 2023 07:01
Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. Tónlist 14. apríl 2023 20:02
Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. Tónlist 14. apríl 2023 15:22
Árni Tryggva allur Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins. Menning 14. apríl 2023 13:17
Herra Hnetusmjör klæðist 400 þúsund króna smekkbuxum Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í tæplega 400 þúsund króna Bull denim smekkbuxum á dögunum. Lífið 14. apríl 2023 12:43
Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Lífið 14. apríl 2023 11:31
Píparinn stefnir á sigur í Skúrnum Hinn 19 ára gamli Alexander Orri úr Reykjanesbæ er þriðji flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Hann starfar sem pípari en hóf að fikta við tónlist ellefu ára gamall þegar hann eignaðist dj borð og fann strax að tónlistasköpun myndi fylgja honum út lífið. Lífið samstarf 14. apríl 2023 10:22
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. Lífið 14. apríl 2023 08:45
Segir eitt að djamma niðri í bæ en allt annað að djamma á hálendinu Ljósmyndarinn Benjamin Hardman heillaðist af Íslandi frá fyrstu heimsókn og var staðráðinn í að flytja hingað, sem hann svo gerði. Hann er hugfanginn af landslaginu og grípur stórbrotin augnablik á filmu í starfi sínu sem ljósmyndari og tökumaður en það er honum afar minnisstætt að hafa heimsótt hálendið í fyrsta skipti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 14. apríl 2023 07:01
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. Atvinnulíf 14. apríl 2023 07:01
Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina. Viðskipti innlent 13. apríl 2023 21:55
Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Innlent 13. apríl 2023 19:03
Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Bíó og sjónvarp 13. apríl 2023 14:11
Eyþór og Björgvin gerðu allt vitlaust þegar þeir fluttu Gullvagninn saman Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga var sjálfur Björgvin Halldórsson gestur og má með sanni segja að þeir félagar hafi farið á kostum. Lífið 13. apríl 2023 13:31
Solsidan-stjarnan Rebecka Teper er látin Sænska leikkonan Rebecka Teper, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem „Lussan“ í þáttunum Solsidan, er látin, fimmtug að aldri. Lífið 13. apríl 2023 11:22
Skúrinn - Næsti flytjandi kynntur til sögunnar Skúrinn hóf göngu sína á Vísi fyrr í vikunni en þar keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu auk þess sem þeir flytja einnig frumsamið lag. Lífið samstarf 13. apríl 2023 10:45
Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. Lífið 13. apríl 2023 10:31
„Ber húð gefur besta gripið á súlunni“ Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um heilsu og hreyfingu og kynnti Marín Manda sér allskyns hreyfingu sem hentar fyrir fólk á öllum aldri. Lífið 13. apríl 2023 10:30
Sjónvarpsrýni: Feðgar og dauðir menn á ferð Þar sem þessi rýnir hefur ekki tíma til að klára allar þáttaraðir og skrifa ítarlega dóma um þær hefur hann öðru hvoru brugðið á það ráð að fara yfir nokkrar seríur á hundavaði. Hér er umfjöllun um fjórar slíkar. Gagnrýni 13. apríl 2023 08:48