Draymond Green stýrði Warrors til sigurs Meistararnir í Golden State Warriors unnu auðveldan sigur á Phoenix Suns á heimavelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Það sem vakti athygli í leiknum í gær var þó ekki frammistaða leikmannanna inni á vellinum, heldur það að leikmennirnir sjálfir tóku að sér hlutverk þjálfarans í leiknum. Körfubolti 13. febrúar 2018 07:30
Grettur stráksins stálu senunni þegar pabbi hans var í viðtali í beinni Paul Pierce var heiðraður á leik Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Það fór ekki vel fyrir Boston liðinu í leiknum en áhorfendur biðu allt til leiksloka því allir vildu hylla Paul Pierce. Körfubolti 12. febrúar 2018 11:30
LeBron James sá um Celtics Cleveland Cavaliers saknaði ekki Isaiah Thomas þegar liðið ferðaðist til Boston og mætti heimamönnum í Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. febrúar 2018 07:30
Thompson stigahæstur í sigri Golden State Golden State Warriors fór með sigur af hólmi gegn San Antonio Spurs í NBA körfuboltanum í nótt en það var Klay Thompson sem fór fyrir liði Golden State en hann skoraði 25 stig. Körfubolti 11. febrúar 2018 09:00
Griffin tapaði gegn sínu gamla liði Fyrsti leikur Blake Griffin gegn sínu gamla liði, L.A. Clippers, fór ekki líkt og hann hafði vonast eftir. Gekk hann niðurlútur af velli í leikslok og virti ekki neinn leikmann eða þjálfara Clippers viðlits. Körfubolti 10. febrúar 2018 10:16
Wade og Riley slíðruðu sverðin með faðmlagi í jarðarför Umboðsmaðurinn Henry Thomas hafði mikil ítök í Miami en hann sá líklega ekki fyrir að hans eigin jarðarför myndi á endanum draga Dwyane Wade aftur til Miami Heat. Körfubolti 9. febrúar 2018 17:30
Barkley tapaði 410 milljónum króna Vinur Charles Barkley virðist hafa svikið hann illilega og eftir stendur fyrrum körfuboltamaðurinn rúmum 400 milljónum fátækari. Körfubolti 9. febrúar 2018 16:00
Þvílík umturnun á liði sem var í lokaúrslitunum í júní Lið Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta tók ótrúlegum breytingum á nokkrum klukkutímum í gær á lokadegi leikmannaskipta í NBA-deildinni. Körfubolti 9. febrúar 2018 13:00
Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Körfubolti 9. febrúar 2018 07:30
Önnur risaskiptin í NBA | Wade snýr aftur til Miami Það er nóg að gerast í NBA-körfuboltanum í dag, en eins og við greindum frá fyrr í dag þá skipti Isaiah Thomas frá Cleveland til LA Lakers og Cleveland heldur áfram að skipta út liðinu sínu. Körfubolti 8. febrúar 2018 19:33
Isaiah Thomas í Lakers Isaiah Thomas er genginn í raðir Lakers á skiptum frá Cleveland, en þetta herma heimildir ESPN fréttastofunar. Skiptin á Thomas eru hluti af fjögurra manna skiptisamning félaganna. Körfubolti 8. febrúar 2018 18:00
Öll 30 félögin í NBA nú meira en hundrað milljarða virði Það er gott að eiga NBA-lið í dag. Ný úttekt frá Forbes segir að öll 30 félögin í deildinni séu nú virði eins milljarðs dollara eða meira. Körfubolti 8. febrúar 2018 12:00
Sjáðu LeBron James koma Cleveland til bjargar með frábærum leik og flautukörfu Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Körfubolti 8. febrúar 2018 07:00
Gríska fríkið hoppaði yfir andstæðing í einni troðslunni sinni í nótt | Myndband Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Körfubolti 7. febrúar 2018 11:00
OKC vann Golden State en ekkert breytist hjá LeBron og félögum Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks. Körfubolti 7. febrúar 2018 07:30
Klúðruðu nafninu á treyju Nowitzki á sögulegu kvöldi hans Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaður sögunnar sem nær að spila fimmtíu þúsund mínútur í NBA-deildinni í körfubolta. Hann er einn af fáum sem hafa skorað 30 þúsund stig. Körfubolti 6. febrúar 2018 16:00
Dirk Nowitzki búinn að spila meira en 50 þúsund mínútur í NBA Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Körfubolti 6. febrúar 2018 10:00
NBA: Detroit Pistons vinnur alla leiki sína eftir að liðið fékk Blake Griffin Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð. Körfubolti 6. febrúar 2018 07:30
Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. Sport 5. febrúar 2018 14:00
Boston vann á flautukörfu í nótt: „Vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á Super Bowl“ NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Körfubolti 5. febrúar 2018 07:30
LeBron slakur er Cavs fengu skell á heimavelli Cleveland Cavaliers fékk skell á heimavelli í nótt í 88-120 tapi gegn Houston Rockets en gestirnir frá Houston leiddu allt frá fyrstu sekúndum leiksins í nótt. Körfubolti 4. febrúar 2018 09:15
Orðinn stigahæstur í sögu félagsins aðeins 24 ára gamall Anthony Davis varð í kvöld stigahæstur í sögu New Orleans Pelicans en þessi 24 ára framherji á nú metið yfir flestu stigin, vörðu skotin og fráköstin hjá félaginu þrátt fyrir ungan aldur. Körfubolti 3. febrúar 2018 22:15
Anthony Davis fór illa með Oklahoma City Thunder│Myndbönd Níu leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir eins og vanalega. Körfubolti 3. febrúar 2018 09:57
Áhorfandi ögraði svekktum Westbrook | Myndband Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, náði sem betur fer að halda ró sinni er áhorfandi óð inn á völlinn eftir leik Oklahoma í nótt og ögraði honum með hegðun sinni. Körfubolti 2. febrúar 2018 13:00
Griffin sló í gegn í fyrsta leik með Pistons Blake Griffin þreytti frumraun sína fyrir Detroit Pistons í nótt og olli stuðningsmönnum liðsins engum vonbrigðum. Körfubolti 2. febrúar 2018 07:20
Griffin kann ekkert að kyssa Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir körfuboltakappann Blake Griffin. Fyrst var hann sendur úr sólinni í LA yfir í kaldan í Detroit og nú er verið að segja að hann kunni ekkert að kyssa. Körfubolti 1. febrúar 2018 23:30
LeBron orðaður við Golden State ESPN greinir frá því í dag að ekki sé útilokað að LeBron James fari í viðræður við meistara Golden State Warriors næsta sumar. Körfubolti 1. febrúar 2018 10:00
LeBron kveikti í sínum mönnum gegn gamla liðinu Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Cleveland Cavaliers síðustu misseri og daginn eftir að hafa misst Kevin Love í meiðsli vann liðið sterkan sigur á Miami. Körfubolti 1. febrúar 2018 07:30
Fyrrum NBA stjarna lést í bílslysi Fyrrum NBA leikmaðurinn Rasual Butler er látinn aðeins 38 ára að aldri. Hann lést í bílslysi ásamt konu sinni Leah LaBelle. Körfubolti 31. janúar 2018 20:30
Love meiddist og meistararnir flengdir Nóttin var vond fyrir Cleveland Cavaliers því liðið bæði tapaði og missti lykilmann í meiðsli. Körfubolti 31. janúar 2018 07:30