Pierce: Ég er besti leikmaður í heimi Paul Pierce, verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA deildinni, var ekki lengi að hugsa sig um þegar hann var spurður hvort Kobe Bryant væri besti körfuboltamaður heimsins á dögunum. Körfubolti 1. ágúst 2008 22:15
500 milljóna rukkun á fimmtugsafmælinu Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, fékk frekar óskemmtilegar fréttir á fimmtugsafmæli sínu í dag. Honum var þá gert að greiða Don Nelson, fyrrum þjálfara Dallas, ríflega 500 milljónir króna. Körfubolti 1. ágúst 2008 19:15
Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær. Körfubolti 31. júlí 2008 16:55
Luol Deng samdi við Chicago Bulls Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum. Körfubolti 31. júlí 2008 11:04
Dómari dæmdur í 15 mánaða fangelsi Körfuboltadómarinn Tim Donaghy hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í veðmálahneyksli meðan hann var dómari í NBA deildinni. Körfubolti 30. júlí 2008 12:15
Ron Artest til Houston Rockets Framherjinn umdeildi Ron Artest hjá Sacramento Kings fékk í nótt ósk sína uppfyllta þegar honum var skipt frá félaginu til Houston Rockets. Körfubolti 30. júlí 2008 09:12
Vujacic bauðst betri samningur í Evrópu Slóveninn Sasha Vujacic framlengdi samning sinn við Los Angeles Lakers á dögunum. Hann fullyrðir að sér hafi borist talsvert hærri samningstilboð frá félögum í Evrópu, en hann kaus að vera áfram í herbúðum Lakers. Körfubolti 29. júlí 2008 16:45
Okafor samdi við Bobcats Kraftframherjinn Emeka Okafor hefur undirritað nýjan sex ára samning við Charlotte Bobcats í NBA deildinni og færir samningurinn honum um 72 milljónir dollara í laun, eða tæpa 5,8 milljarða. Körfubolti 29. júlí 2008 13:40
Biedrins framlengir við Warriors Lettneski miðherjinn Andris Biedrins hjá Golden State Warriors hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið sem færir honum að lágmarki 54 milljónir dollara í laun. Körfubolti 29. júlí 2008 09:33
Kwame Brown semur við Pistons Miðherjinn Kwame Brown gerði í gær tveggja ára samning við Detroit Pistons í NBA deildinni, en hann lék með Memphis og LA Lakers á síðustu leiktíð. Körfubolti 29. júlí 2008 09:25
Monta Ellis fær 840 milljón króna kauphækkun Bakvörðurinn Monta Ellis hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Golden State Warriors í NBA deildinni. Samningurinn færir hinum unga Ellis tæplega 5,5 milljarða króna í tekjur á samningstímanum. Körfubolti 25. júlí 2008 17:42
Ginobili í ÓL hóp Argentínumanna Bakvörðurinn Manu Ginobili hefur verið valinn í 12 manna landsliðshóp Argentínumanna fyrir Ólympíuleikana í Peking. Þessi tíðindi vekja væntanlega litla hrifningu forráðamanna San Antonio Spurs í NBA deildinni, en Ginobili hefur átt við meiðsli að stríða. Körfubolti 20. júlí 2008 15:45
Turiaf til Golden State Miðherjinn Ronny Turiaf hjá LA Lakers mun leika með Golden State Warriors í NBA deildinni á næstu leiktíð. Turiaf var með lausa samninga og fékk tilboð frá Warriors sem forráðamenn Lakers voru tregir til að jafna. Körfubolti 19. júlí 2008 11:31
Williams framlengir við Utah Jazz Leikstjórnandinn Deron Williams hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz í NBA deildinni um þrjú ár með möguleika á fjórða árinu. Körfubolti 18. júlí 2008 10:44
James Posey semur við Hornets Framherjinn James Posey hjá meistaraliði Boston Celtics ákvað í gærkvöld að gera fjögurra ára samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn er sagður metinn á 25 milljónir dollara, en Boston var ekki tilbúið að bjóða honum svo mikið. Enski boltinn 17. júlí 2008 09:48
Marcus Camby til LA Clippers Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007. Körfubolti 16. júlí 2008 09:13
Artest vill fara til Lakers Framherjinn skrautlegi Ron Artest hjá Sacramento Kings segist sjá mikið eftir því að hafa ekki fengið sig lausan frá samningi sínum við félagið í sumar og segist vilja spila undir stjórn Phil Jackson hjá LA Lakers. Körfubolti 14. júlí 2008 16:15
Arenas fær 8,6 milljarða samning Skorarinn mikli Gilbert Arenas hjá Washington Wizards skrifaði í gærkvöld undir framlenginu á samningi sínum við félagið. Samningurinn er til sex ára og færir kappanum á níunda milljarð í tekjur. Körfubolti 14. júlí 2008 11:22
Lakers á höttunum eftir Ron Artest? Fjölmiðlar í Kaliforníu greina frá því að forráðamenn Los Angeles Lakers í NBA deildinni hafi sett sig í samband við Sacramento Kings með það fyrir augum að fá til sín framherjann villta Ron Artest. Körfubolti 11. júlí 2008 19:16
Barry-fjölskyldan heldur tryggð við Houston Bakvörðurinn Brent Barry varð í dag þriðji maðurinn í fjölskyldu sinni til að semja við Houston Rockets í NBA deildinni. Hann gerði tveggja ára samning við Rockets eftir að hafa spilað með San Antonio árið á undan. Körfubolti 11. júlí 2008 18:20
Elton Brand semur við 76ers Mikið var um að vera á leikmannamarkaðnum í NBA deildinni í dag þegar félög í deildinni gátu kynnt nýja leikmenn sína til leiks. Körfubolti 10. júlí 2008 18:40
Maggette á leið til Warriors Framherjinn Corey Maggette hefur samþykkt að ganga í raðir Golden State Warriors frá LA Clippers eftir því sem fram kemur í San Francisco Chronicle. Maggette mun fá um 50 milljónir dollara fyrir fimm ára samning, en hann skoraði 22 stig að meðaltali í leik með Clippers á síðasta vetri. Körfubolti 9. júlí 2008 21:45
O´Neal til Toronto Sexfaldi stjörnuleikmaðurinn Jermaine O´Neal gekk í dag í raðir Toronto Raptors í NBA deildinni í skiptum fyrir leikjstórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic. Körfubolti 9. júlí 2008 18:56
Elton Brand sagður á leið til Philadelphia Nokkur ólga hefur verið á leikmannamarkaðnum í NBA deildinni undanfarna daga og sá leikmaður sem mestu fjaðrafoki hefur valdið er framherjinn sterki Elton Brand hjá LA Clippers. Körfubolti 9. júlí 2008 17:25
Green semur við Dallas Gerald Green hefur gert eins árs samning við Dallas Mavericks. Green er bakvörður en hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom í NBA-deildina fyrir þremur árum. Körfubolti 9. júlí 2008 10:48
Chris Duhon semur við Knicks Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks. Körfubolti 5. júlí 2008 21:15
Chris Paul framlengir við Hornets Leikstjórnandinn Chris Paul hefur skrifað undir nýjan samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn tekur gildi eftir næsta tímabil, er til þriggja ára með möguleika á fjórða árinu og greiðir honum ríflega fimm milljarða króna í tekjur. Körfubolti 4. júlí 2008 11:02
Kaman spilar fyrir þýska landsliðið Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði. Körfubolti 3. júlí 2008 14:44
Sonics formlega flutt til Oklahoma Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. Körfubolti 3. júlí 2008 14:29
Skipta Brand og Davis um heimilisfang? Framherjinn Elton Brand hjá LA Clippers í NBA deildinni er nú að íhuga ríkulegt samningstilboð sem Golden State Warriors hefur boðið honum. Körfubolti 3. júlí 2008 13:27