Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Ferðagleði landans stóreykur kortaveltu erlendis

Vöxtur kortaveltu Íslendinga nam tæplega 12 prósentum í nóvember að raunvirði milli ára, samkvæmt tölum Seðlabankans. Sér í lagi var vöxturinn mikill í erlendri kortaveltu en einnig talsverður innanlands. Vöxtur erlendu kortaveltunnar nam 23 prósentum en innlendu 9 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strætó hefur næturakstur í janúar

Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður einnig hækkað upp í 460 kr. Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardags 13. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Flutt úr landi í skugga 80 milljóna sektar

Smálánafyrirtækið E-Content hefur í 140 daga safnað dagsektum vegna brota sinna á íslenskum lögum. Fyrirtækið skuldar Neytendastofu 80 milljónir króna að höfuðstóli. Nýr eigandi er skráður í Danmörku og félögin nú með dönsk lén.

Innlent
Fréttamynd

Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði segja Möndlumjólk villandi heiti á vörutegund. Neytendastofa tekur undir kvörtun SAM og beinir til verslana að laga hillumerkingar. Maður mjólkar ekki möndlur, segir framkvæmdastjóri SAM.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningur lambs á hrakvirði

Meðalverð á lambakjöti í útflutningi fyrstu sjö mánuði ársins rétt losar 500 krónur á kílóið. Hefur lækkað um 300 krónur á tveimur árum. Lambalæri fara út á 600 krónur en bjóðast Íslendingum á rúmar 1.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum

Almennt greiða konur hærra verð en karlar fyrir klippingu. "Mjög óréttlátt,“ segir kona sem hefur kannað verðið á þrjátíu afgreiðslustöðum. Dómstóll í Danmörku hefur komist að því að dömu- og herraklipping sé ósambærileg

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana

Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Google ætlar að hætta að skanna Gmail

Notendur Gmail-tölvupóstþjónustu Google þurfa ekki lengur að óttast að fyrirtækið lesi tölvupósta þeirra. Google hefur tilkynnt að skönnun póstanna til að sníða auglýsingar að notendum verði hætt síðar á þessu ári.

Viðskipti erlent