Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Roðsnakk frá 19 ára frum­kvöðli slær í gegn

Ungur frumkvöðull, sem er aðeins 19 ára gamall, segir að það vanti frumkvöðla andann í ungu kynslóðina á Íslandi, en sjálfur er frumkvöðulinn að koma með Roðsnakk á markað, sem hefur nú þegar fengið mjög góðar viðtökur á matarmörkuðum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­skoranir og tæki­færi alþjóða­við­skipta á óvissutímum

Útflutningur er ein grunnstoða íslensks efnahagslífs og gegnir lykilhlutverki í að skapa gjaldeyristekjur, atvinnu og efnahagslegan stöðugleika. Lítill innanlandsmarkaður þýðir að íslensk fyrirtæki eru í auknum mæli háð því að selja vörur og þjónustu erlendis til að vaxa og eflast sem hvetur til nýsköpunar og alþjóðlegrar samkeppnishæfni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarlandið

Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldu hug­vitið og ríkis­sjóður stórgræðir

Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valdimar Sveins­son hlaut Nýsköpunar­verð­laun for­seta Ís­lands

Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmæta­sköpun með hug­vitið að vopni

Íslenskt hagkerfi stendur á áhugaverðum krossgötum um þessar mundir. Árið 2024 var sögulegt þar sem útflutningur hugverkaiðnaðar fór yfir 300 milljarða og festi greinin sig þannig rækilega í sessi sem fjórða stoðin í útflutningsverðmætum landsins. En við erum bara rétt að byrja.

Skoðun
Fréttamynd

Arctic Thera­peutics sækir fjóra milljarða frá inn­lendum og er­lendum fjár­festum

Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics hefur klárað jafnvirði um fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta, meðal annars fjárfestingafélagi Samherja-fjölskyldunnar og norrænu rannsóknarsamsteypunni Sanos Group. Fjármögnunin mun tryggja að félagið geti hafið klínískar rannsóknir á lyfjum við heilabilun og húðbólgusjúkdómum.

Innherji
Fréttamynd

Hrönn stýrir Kríu

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Hrönn Greipsdóttur í starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja nýjan jarð­streng til Súðavíkur

Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifuðu í dag undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. Nýr jarðstrengur muni leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö ráðin til Klaks

Klak - Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu Klaks.

Viðskipti innlent