

Olís-deild karla
Leikirnir

Aron: Áttu fá svör við þessari framliggjandi vörn hjá okkur
Haukamenn unnu sannfærandi sigur á Val í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram á Ásvöllum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var ánægður með sína menn.

Óskar Bjarni: Ég var búinn að segja strákunum að þetta færi í oddaleik
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla sem fram fór á Ásvöllum í dag.

Kári: Þetta kallast að svara fyrir sig
Haukarnir unnu öruggan sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukamaðurinn Kári Kristjánsson var í miklum ham í leiknum.

Haukarnir sýndu meistaratakta í þriggja marka sigri á Val
Haukarnir eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir 28-25 sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild karla á Ásvöllum í dag. Haukar eru komnir í 2-1 og geta tryggt sér titilinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið.

Valsmenn hafa tapað þrisvar á Ásvöllum í vetur
Haukar og Valur mætast á eftir í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en staðan er 1-1 í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Patrekur: Ekki vanir að spila í svona hávaða
„Mínir menn eru ekki vanir því að spila í svona hávaða. Kannski að það hafði eitthvað að segja,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Förum upp með svona stuðningi
Hilmar Stefánsson, fyrirliði Aftureldingar, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld.

Afturelding tryggði sér oddaleik
Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Einar íhugaði að senda mál Kára fyrir aganefnd
Það hefur mikið gengið á það sem af er í rimmu Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Örn Jónsson fékk rautt spjald, Kári Kristjánsson rifbeinsbraut Sigurð Eggertsson, þjálfari Hauka heimsótti dómarana og nú síðast sendi Sigfús Sigurðsson frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín á Vísi í gærkvöldi.

Ekki æskilegt að Aron hafi spjallað við dómarana
Það vakti nokkra athygli eftir leik Vals og Hauka í gær að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, skyldi fara til fundar við dómarana, Anton Gylfa Pálsson og Hlyn Leifsson. Aron spjallaði við þá nokkra stund áður en hann kom út aftur.

Sigfús Sigurðsson sendir frá sér yfirlýsingu
Sigfús Sigurðsson, handboltamaður úr Val, hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla og Handknattleikssambands Íslands þar sem að hann vill biðjast afsökunar á þeim orðum sem hann lét hafa eftir sér eftir annan leik Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn.

Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með.

Leikmönnum Hauka meinað að ræða um dómarana
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fór með alla sína leikmenn beint inn í klefa eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Þar var meðal annars brýnt fyrir leikmönnum liðsins að það væri bannað að ræða frammistöðu þeirra Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar dómara sem Haukar voru augljóslega ekki ánægðir með í kvöld.

Til í að hitta þá alla út á plani á laugardag og berja þá
„Þeir börðu og börðu frá sér í Hafnarfirði. Svo er aðeins tekið á þeim hérna og þeir væla eins og kellingar. Þeir geta búist við öðru eins í Hafnarfirði á laugardaginn," sagði illvígur Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir leikinn.

Valur vann í framlengingu
Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í framlengdum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

Aron: Erum KFUM-klúbbur en engir Bad Boys
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, blæs á allt tal um að hans lið sé gróft. Hann segir alla slíka umræðu vera afar ósanngjarna í garð Haukaliðsins.

Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni.

Einar Örn Jónsson verður í banni í kvöld
Haukamaðurinn Einar Örn Jónsson má ekki taka þátt í öðrum leik liðsins á móti Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Aganefnd HSÍ dæmdi hann í eins leiks bann í gær.

Varnarleikurinn ekki til staðar
Einar Jónsson þjálfari Fram var að vonum ósáttur við leik síns liðs eftir, 38-31, ósigurinn gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildarinnar.

Kári: Ekki í handbolta til að meiða menn
Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni.

Sigurður: Viljandi hjá Kára
Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær.

Leikmenn Vals ætla að gefa miða á leik tvö
Úrslitaeinvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í N1 deild karla í handbolta heldur áfram á morgun þegar annar leikur liðanna fer fram í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-24.

Ingvar: Vorum klaufar
Ingvar Árnason, leikmaður Vals, kennir klaufaskap Valsmanna um hvernig fór í leik liðsins gegn Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitill karla í handbolta í kvöld.

Andri: Ekki sáttur við að vinna bara heimaleikina
Haukamaðurinn Andri Stefan vill ekki verða Íslandsmeistari bara með því að vinna eingöngu heimaleikina í rimmu liðsins gegn Val um meistaratitilinn í N1-deild karla.

Haukar með 1-0 forystu
Haukar unnu fimm marka sigur á Val, 29-24, í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla á Ásvöllum í kvöld.

Aron: Vörn og markvarsla vinna titilinn
Aron Kristjánsson þjálfari Hauka segir að það verði varnarleikur og markvarsla sem ráði því hvaða lið stendur uppi sem Íslandsmeistari í handknattleik þetta árið.

Sigfús: Spurning um hvort liðið langar meira í titilinn
"Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld.

Bad Boys-myndband Freys Brynjarssonar
Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson bjó til stórskemmtilegt myndband fyrir oddaleik Hauka og Fram sem fram fór í gærkvöldi.

Óskar Bjarni: Verður hörkurimma gegn Haukum
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Hann er líka ánægður að mæta Haukum í úrslitum.

Gunnar líklega áfram með HK
„Ég er búinn með samninginn en það er vilji af beggja hálfu að halda samstarfinu áfram," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, um framhaldið hjá sér eftir tapið gegn Val í kvöld.