„Þess vegna unnum við“ Haukar sigruðu Íslandsmeistara Vals í dag 21-24. Sara Sif Helgadóttir í marki Hauka átti frábæran dag með 18 vörslur. Handbolti 13.9.2025 17:03
„Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir Haukum í 2. umferð Olís deildarinnar í dag. Hauka héldu forystunni allan leikinn og unnu sannfærandi sigur. Handbolti 13.9.2025 16:57
ÍR og nýliðarnir á toppnum Eftir tvær umferðir af Olís-deild kvenna í handbolta eru það aðeins ÍR-ingar og nýliðar KA/Þórs sem enn eru með fullt hús stiga. Heil umferð var spiluð í dag. Handbolti 13.9.2025 16:43
Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti 13.9.2025 14:15
Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Valsmenn hafa eignast Evrópumeistara í bæði karla- og kvennaflokki á síðustu árum. Kvennaliðið vann Evrópubikarinn í vetur og fara aftur í Evrópukeppni í vetur en karlarnir sitja aftur á móti heima. Handbolti 29. júní 2025 13:58
Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri KA/Þór staldraði stutt við í Grill 66 deild kvenna í handbolta og eftir að hafa unnið deildina án þess að tapa leik í vetur er liðið nú búið að bæta við sig þremur erlendum leikmönnum fyrir átökin í Olís-deildinni næsta tímabil. Handbolti 12. júní 2025 17:16
Elín Klara og Reynir Þór valin best Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir og Framarinn Reynir Þór Stefánsson voru kosin bestu leikmenn Olís deildanna í handbolta þegar uppskeruhátíð HSÍ fór fram í dag. Handbolti 5. júní 2025 23:50
Jóhanna Margrét snýr heim og fer í Hauka Landsliðskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er mætt heim til Íslands úr atvinnumennsku í Svíþjóð og mun spila með Haukum næstu árin. Handbolti 3. júní 2025 14:25
„Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur. Handbolti 28. maí 2025 12:00
Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Á mánudagskvöld varð Valur Íslandsmeistari kvenna í handbolta þriðja árið í röð. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis, Ernir Eyjólfsson, tók á meðan leik stóð sem og eftir leik. Handbolti 27. maí 2025 07:00
„Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Ég er bara gríðarlega þakklát og ógeðslega stolt af liðinu að hafa mætt svona til leiks,“ sagði Thea Imani Sturludóttir eftir að Valur tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í kvöld. Handbolti 26. maí 2025 22:32
„Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld. Handbolti 26. maí 2025 22:20
„Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Valskonum í kvöld. Tapið þýðir að Valur er Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Handbolti 26. maí 2025 22:07
„Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ „Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld. Handbolti 26. maí 2025 21:44
Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. Handbolti 26. maí 2025 18:47
Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Valur mætir Haukum í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Val og getur liðið tryggt sér titilinn með sigri í kvöld. Handbolti 26. maí 2025 15:01
„Við þurfum hjálp frá Guði“ Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir að liðið þurfi hjálp frá æðri máttarvöldum til að eiga möguleika gegn Val í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. Handbolti 23. maí 2025 21:53
„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 23. maí 2025 21:44
„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Handbolti 23. maí 2025 21:21
Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Valur er með 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sjö marka sigur gegn Haukum í kvöld, 22-29. Hafdís Renötudóttir skellti í lás í seinni hálfleik og gerði Haukum afar erfitt fyrir. Handbolti 23. maí 2025 18:47
Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Valur sigraði í kvöld Hauka 30-28 í fyrsta leik liðanna, í úrslitaeinvígi Olís deild kvenna. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu, en það þarf þrjá sigra til þess að standa uppi sem Íslandsmeistari. Handbolti 20. maí 2025 22:19
„Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Valur sigraði í kvöld Hauka 30-28 í fyrsta leik þeirra í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna. Liðið er því komið með 1-0 forystu í einvíginu, en það þarf þrjá sigra til að vinna einvígið. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslit kvöldsins. Handbolti 20. maí 2025 21:39
„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Handbolti 20. maí 2025 14:31
Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Handbolti 20. maí 2025 08:32
Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Framarar voru ekki lengi að tilkynna um arftaka Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, í stöðu hægri hornamanns, eftir að Þórey spilaði sinn síðasta handboltaleik á mánudaginn. Handbolti 7. maí 2025 13:18