Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Viðskipti innlent 4. október 2018 17:22
Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Innlent 3. október 2018 19:30
Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Innlent 29. september 2018 19:45
Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. Innlent 28. september 2018 15:17
Helmingur fór í fjárfestingar Sjávarútvegsfyrirtæki vörðu nær helmingi af EBITDA-hagnaði sínum árið 2017 í fjárfestingar. Viðskipti innlent 27. september 2018 06:30
„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Innlent 26. september 2018 19:30
Óttast að humarveiðar leggist af Humaraflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári var aðeins 820 tonn upp úr sjó og hefur farið hríð lækkandi ár frá ári. Innlent 26. september 2018 12:00
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. Innlent 26. september 2018 09:00
Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni Hrygnan sem veiddist í Eyjafjarðará var kynþroska og komin að því að hrygna. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir fjölda eldislaxa í ám landsins innan áhættuviðmiða. Fjórir eldislaxar hafa nú þegar verið staðfestir í íslenskum veiðiám í sumar. Veiðifélögin hafa gríðarlegar áhyggjur af málinu. Innlent 21. september 2018 06:00
Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna Brim seldi þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood fyrir 9,5 milljarða króna. Það er 18 prósentum minna en sem nam bókfærðu virði í fyrra. Viðskipti innlent 20. september 2018 08:00
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Viðskipti innlent 19. september 2018 12:56
Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna "hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Innlent 19. september 2018 07:00
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Viðskipti innlent 19. september 2018 06:00
Brim hf. verður Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Brim hf. heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. en þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins í dag. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær. Viðskipti innlent 14. september 2018 18:14
HB Grandi sækir framkvæmdastjóra til Brims Ægir Páll Friðbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HB Granda. Viðskipti innlent 14. september 2018 10:00
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. Viðskipti innlent 7. september 2018 16:51
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. Innlent 7. september 2018 15:33
Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. Innlent 7. september 2018 11:53
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. Innlent 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Innlent 7. september 2018 09:57
Tólf draga sig úr kokkalandsliðinu Tólf kokkar hafa ákveðið að draga sig úr kokkalandsliðinu vegna ákvörðunar Klúbbs matreiðslumeistara að gera styrktarsamning við fiskeldisfélagið Arnarlax. Innlent 6. september 2018 22:37
Hættir í klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax Kokkurinn Sturla Birgisson segist hafa verið sá sem dró eldislaxinn að landi í Vatnsdalsá á dögunum. Innlent 6. september 2018 18:07
Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá var eldislax Laxinum var komið fyrir í höndum starfsmanna stofnunarinnar á mánudag og var sýni úr honum arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís. Innlent 5. september 2018 19:22
Stóru útgerðarfélögin högnuðust um 25 milljarða í fyrra Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Viðskipti innlent 4. september 2018 06:00
„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári. Innlent 2. september 2018 22:00
Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Innlent 2. september 2018 12:17
Yfirgangur Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva vandaði Pálma Gunnarssyni ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögunum. Skoðun 31. ágúst 2018 07:00
Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Viðskipti innlent 30. ágúst 2018 06:00
Nýsköpunarhverfi rísi við Örfirisey Skrifstofur og íbúðir myndu margar hverjar byggjast á hugmyndum um deilihagkerfið. Víða í erlendum borgum, til dæmis í Boston og Barcelona, eru nýsköpunarhverfi við gamlar hafnir. Þór Sigfússon hefur kynnt hugmyndirnar fyrir Reykjavíkurborg og fjárfestum. Viðskipti innlent 30. ágúst 2018 06:00
Matvælastefna Íslands mótuð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett á fót verkefnisstjórn sem á að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Innlent 29. ágúst 2018 06:00