Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR og Tindastóll í 8-liða úrslit

    KR og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöld sæti í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR burstaði FSu 97-57 og Stólarnir unnu öruggan sigur á Skallagrími 86-61.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jakob: Ég var bara mikið opinn

    "Það er gaman að koma heim og spila með gömlu félögunum fyrir framan fjölskyldu og vini," sagði Jakob Sigurðarson hjá KR eftir sigurinn á ÍR í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jakob skaut ÍR í kaf

    KR-ingar urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í körfubolta þriðja árið í röð þegar þeir rótburstuðu ÍR 97-56 í úrslitaleik í DHL-Höllinni í vesturbænum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór ekki með KR í kvöld

    KR og ÍR mætast í kvöld í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfubolta í DHL Höllinni klukkan 19:15. KR-ingar verða án Jóns Arnórs Stefánssonar í leiknum en hann er á Ítalíu að ganga frá sínum málum hjá Roma.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mikill liðsstyrkur í Herði

    "Þetta er skemmtilegt fyrir okkur og leiðinlegt fyrir hann, en hann er að lenda í betra liði hérna hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur um Hörð Axel Vilhjálmsson sem spila mun með Keflavík í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR með Bandaríkjamann til reynslu

    Körfuknattleiksdeild KR hefur fengið Bandaríkjamanninn Jason Dourisseau til reynslu, en hann er framherji sem spilað hefur í Þýskalandi. Hann er 24 ára gamall og tæpir tveir metrar á hæð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hraðmót Vals í körfubolta verður um helgina

    Um helgina fer fram árlegt hraðmót Vals í körfubolta þar sem átta lið eru skráð til leiks að þessu sinni. Liðunum verður skipt í tvo fjögurra liða riðla og þar af eru fjögur lið úr úrvalsdeild og fjögur úr 1. deild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR fær Bandaríkjamann

    Körfuboltalið landsins eru nú í óða önn að styrkja sig fyrir komandi átök. ÍR-ingar sömdu í dag við 26 ára bandarískan leikstjórnanda, Chaz Carr. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verður á milli tannanna á fólki næstu daga

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Var hissa eins og allir aðrir

    KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Orðinn leiður á að vera alltaf einn

    Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nemanja Sovic í Stjörnuna

    Serbinn Nemanja Sovic hefur skrifað undir eins árs samning við Stjörnuna. Sovic fékk sig lausan undan samning við Breiðablik fyrr í sumar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór styrkir sig fyrir veturinn

    Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri hefur náð samkomulagi við serbneskan leikmann en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Milorad Damjanak heitir leikmaðurinn og er mikið tröll.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eitt prósent getur oft verið drjúgt

    Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eiríkur áfram með ÍR

    Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann Árni til Þýskalands

    Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík hefur gert eins árs samning við þýska Pro B-deildarliðið Proveu Merlins. Þetta kemur fram á karfan.is í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndi hætta að þjálfa og klæðast pilsi

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur í sumar skrifað skemmtilega pistla á fréttasíðuna karfan.is. Í nýjasta pistlinum veltir Benedikt m.a. vöngum yfir bandarískum leikmönnum sem fara í víking til Evrópu og efnilegum körfuboltastúlkum á Íslandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel til Spánar

    Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík hefur gert tveggja ára samning við spænska B-deildarfélagið Melilla. Þetta staðfesti Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur við Vísi í morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Óvíst hvar Brynjar mun spila

    Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson mun spila á næstu leiktíð. Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar styrkja sig

    Njarðvíkingar hafa krækt sér í tvo bakverði sem leika munu með félaginu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Breiðablik að styrkja sig

    Breiðablik hefur fengið liðstyrk fyrir næsta leiktímabil í Iceland Express-deildinni en Hjalti Vilhjálmsson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið. Hjalti kemur frá Fjölni en Grafarvogsliðið féll á síðasta tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel til Keflavíkur

    Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn til Íslandsmeistara Keflavíkur en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Hörður er uppalinn hjá Fjölni en lék síðasta tímabil með Njarðvík þar sem hann var með 12,5 stig að meðaltali í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Egill til Danmerkur

    Egill Jónasson mun ekki leika með Njarðvík á næsta tímabili þar sem hann mun halda til Danmerkur í nám.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Beljanski í Breiðablik

    Miðherjinn Igor Beljanski hefur gengið frá samningi við körfuknattleiksdeild Breiðabliks þar sem hann mun spila undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar. Beljanski lék með Grindavík síðasta vetur en spilaði fyrir Einar Árna hjá Njarðvík á sínum tíma. Þetta kom fram á karfan.is í dag.

    Körfubolti