Toppliðið ekki í vandræðum og Haukar lögðu Fjölni Keflavík, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta, vann öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti Þór frá Akureyri í kvöld, 97-68. Á sama tíma unnu Haukar sex stiga sigur gegn Fjölni, 58-52. Körfubolti 30. janúar 2024 20:58
Ingvar tekur við keflinu hjá Haukum Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Ingvar Þór Guðjónsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins í körfubolta. Körfubolti 30. janúar 2024 20:16
Þakklæti og sorg í senn: „Búinn að móta líf mitt“ Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir tilkynnti í gær að hún neyddist til að leggja körfuboltaskóna á hilluna vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Ákvörðunin sé þungbær, en sú eina rétta í stöðunni. Körfubolti 26. janúar 2024 08:01
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Keflavík 79-77 | Valskonur stöðvuðu Keflavíkurmulningsvélina Valskonur sýndu ótrúlegan karakter og færðu Keflavíkurkonum sinn annan ósigur í vetur í dramatískum leik. Téa Adams skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Körfubolti 24. janúar 2024 23:24
Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. Körfubolti 24. janúar 2024 22:59
Bjarni lætur af störfum hjá Haukum Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í Subway deild kvenna hefur óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari liðsins vegna persónulegra ástæðna. Körfubolti 24. janúar 2024 18:45
Hildur Björg setur körfuboltaskóna á hilluna Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að ljúka körfuboltaferli sínum en þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag. Körfubolti 24. janúar 2024 13:29
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 74-65 | Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni Haukar unnu níu stiga sigur gegn Stjörnunni í Ólafssal 74-65. Heimakonur tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 23. janúar 2024 21:28
Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. Sport 23. janúar 2024 21:20
Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvík vann öruggan 33 stiga sigur er liðið heimsótti Snæfell í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 59-92. Körfubolti 23. janúar 2024 20:57
Grindvíkingar ekki í vandræðum fyrir norðan Grindavík vann öruggan þrettán stiga sigur er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 72-85. Körfubolti 23. janúar 2024 19:57
Isabella aftur til Njarðvíkur Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfubolta, er gengin í raðir Njarðvíkur á ný og klárar tímabilið með liðinu. Körfubolti 23. janúar 2024 14:21
Körfuboltakvöld: Sara Rún er komin heim en hver á að detta út? Íslenska landsliðskonan og körfuboltakona ársins, Sara Rún Hinriksdóttir, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og það sem meira er að hún ætlar að spila aftur með uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Körfubolti 18. janúar 2024 16:45
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. Körfubolti 17. janúar 2024 22:39
Umfjöllun : Keflavík - Grindavík 86-68 | Toppliðið illviðráðanlegt Keflavík vann öruggan sigur á liði Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Keflavík stakk af í síðari hálfleiknum. Körfubolti 17. janúar 2024 20:43
Snæfell með óvæntan sigur og Haukar lögðu Þór Akureyri Snæfell vann einkar óvæntan sigur á Val í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þá unnu Haukar góðan sigur á Þór Akureyri. Körfubolti 16. janúar 2024 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 85-74 | Sjötti sigurinn í röð staðreynd og grænar á toppinn Njarðvík lagði Fjölni af velli 85-74 þegar liðin mættust í 14.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 16. janúar 2024 20:50
Landsliðskona til Grindavíkur Á meðan móðir hennar, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, leitar pólitískra leiða til að hjálpa Grindvíkingum á þessum erfiðum tímum ásamt félögum sínum í íslensku ríkisstjórninni þá mun Dagný Lísa Davíðsdóttir hjálpa Grindvíkingum inn á körfuboltavellinum. Körfubolti 16. janúar 2024 08:30
Beinum útsendingum frá Subway deildunum fjölgað Stöð 2 Sport hefur aukið þjónustu sína við áskrifendur og fjölgað beinum útsendingum frá leikjum í Subway deildunum í körfubolta. Opnaðar hafa verið tvær hliðarrásir fyrir Subway deildirnar. Körfubolti 15. janúar 2024 13:01
Körfuboltakvöld kvenna: Berglind og Ólöf Helga spreyttu sig á myndaþraut Subway Körfuboltakvöld kvenna var á dagskrá á Stöð 2 Sport í vikunni. Hörður Unnsteinsson lagði myndaþrautir fyrir sérfræðingana Berglindi Gunnarsdóttur og Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Körfubolti 13. janúar 2024 12:30
„Algjör draumasending frá Danmörku“ Sarah Sofie Mortensen spilaði sinn fyrsta leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta í vikunni og sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru hrifnir af frammistöðu þeirrar dönsku í frumrauninni. Körfubolti 12. janúar 2024 10:31
„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Körfubolti 11. janúar 2024 16:30
Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. Sport 10. janúar 2024 21:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir : Fjölnir - Valur 75-80 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Vals komust aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Valur hafði tapað fjórum leikjum í röð og sigurinn var afar kærkominn. Körfubolti 10. janúar 2024 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 99-86 | Keflavík sneri taflinu við í seinni og vann Keflvíkingar náðu að snúa við taflinu í sigurleik sínum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Sláturhúsinu í kvöld. Stólarnir frusu við jörðina sóknarlega í fjórða leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu í sigurinn. Lokatölur 99-86 og Keflvíkingar komnir upp að hlið Valsmanna sem spila á morgun. Körfubolti 10. janúar 2024 18:31
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 86-83 | Rafmagnaðar lokamínútur í Smáranum Grindavík setti smá pressu á topplið Subway deildar kvenna með sigri á Haukum í Smáranum í kvöld í æsispennandi leik þar sem bæði lið áttu möguleika á sigrinum. Körfubolti 9. janúar 2024 23:26
„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Körfubolti 9. janúar 2024 23:07
Góð byrjun nýliðanna dugði ekki til Keflavík vann góðan tuttugu stiga sigur er liðið heimsótti nýliða Snæfells í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 67-87. Körfubolti 9. janúar 2024 21:21
Stjórn KKÍ úrskurðar að Danielle verði íslenskur leikmaður Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, er komin með íslenskan ríkisborgararétt en það var aftur á móti óvissa um það hvort hún væri áfram skráður erlendur leikmaður hjá KKÍ þar sem hún hóf tímabilið sem slíkur. Körfubolti 9. janúar 2024 09:16
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 60 - 79 | Fimm í röð hjá Njarðvík Liðin í 2. og 3. sæti Subway-deildar kvenna, Stjarnan og Njarðvík, mættust í fyrsta leik umferðarinnar í Garðabænum. Njarðvíkingar náðu í sinn fimmta sigur í röð og það nokkuð örugglega. Körfubolti 6. janúar 2024 17:20