„Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. Menning 27. október 2023 09:30
Nýfarinn að þora út í fullum skrúða heima á Selfossi Sigurður Ragnarsson, Siggi Ragnars, er einn litríkasti rútubílstjóri landsins - í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætir til vinnu í jakkafötum í öllum regnbogans litum á hverjum degi. Við hittum Sigga í Íslandi í dag í gær og fórum með honum á rúntinn. Lífið 26. október 2023 11:21
Björgvin Ingi og Eva selja hönnunarparadís í Akrahverfinu Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi og sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi, og eiginkona hans Eva Halldórsdóttir, lögmaður og eigandi LLG Lögmenn, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur 1 í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 187,5 milljónir. Lífið 25. október 2023 15:10
Eigandi Air Atlanta selur verðlaunahús í Kópavogi Stefán Eyjólfsson, einn af eigendum flugfélagsins Air Atlanta, og eiginkona hans Bergþóra Tómasdóttir, hafa sett glæsilegt hús sitt við Kleifakór 20 í Kópavogi á sölu. Lífið 23. október 2023 14:14
„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. Atvinnulíf 23. október 2023 07:30
Thomas Frank hrifinn af íslenskum útivistarfatnaði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er augljóslega hrifinn af íslenskri fatahönnun frá 66°Norður. Hann klæddist jakkanum Öxi frá merkinu á hliðarlínunni í gær þar sem hann stýrði knattspyrnuliðinu Brentford gegn Burnley í Lundúnum. Lífið 22. október 2023 18:28
„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 21. október 2023 11:31
„Farðu vel með það sem þú átt frekar en að kaupa meira og meira” „Við viljum vera mótvægi við offramleiðslu á skóm og fatnaði og leggja áherslu á gæði. Það er allt önnur upplifun af því að panta vöru í sófanum heima í gegnum skjá, en að koma í verslun, fá persónulega þjónustu og handleika vöruna sem þú hefur áhuga á,” segir Matthildur Leifsdóttir stofnandi verslunarinnar 38 þrep sem fagnar í dag 30 ára afmæli, en verslunin hefur frá upphafi verið rekin á Laugavegi. Lífið 19. október 2023 17:07
Hannað hér – en sigrar heiminn Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta. Skoðun 18. október 2023 11:30
Hannaði sófa úr ónothæfum töskum Hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley fer skapandi og óhefðbundar leiðir í sinni listsköpun og lætur efniviðinn ekki fara til spillis. Hún er viðmælandi í þættinum Kúnst og ræðir þar meðal annars um hvernig hún hannaði sófa úr ónothæfum tölvutöskum. Menning 17. október 2023 07:00
Engu til sparað í stórglæsilegu einbýlishúsi í Fossvogi Við Haðaland í Fossvogi er afar glæsilegt 262 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið var byggt árið 1968 og hefur verið endurhannað í brútalískum byggingarstíl þar sem marmari og stuðlaberg leikur stóran sess. Lífið 16. október 2023 14:52
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 14. október 2023 11:31
Hágæða lífrænar snyrtivörur eftir Rose-Marie Swift RMS beauty lífrænu förðunarvörurnar njóta mikilla vinsælda hjá versluninni Elira. Verslunin fagnar tveggja ára afmæli sínu um helgina og af því tilefni er 20% afsláttur af öllum vörum frá föstudegi til sunnudags, veglegir kaupaukar og kynningar bæði föstudag og laugardag. Lífið samstarf 13. október 2023 10:33
Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir. Lífið 11. október 2023 13:09
Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. Lífið 11. október 2023 07:00
Hommahöllin komin á sölu Listamennirnir Hákon Hildibrand, frumkvöðull, menningarfrömuður og dragdrottning, og Hafsteinn Hafsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin. Lífið 9. október 2023 14:26
„Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 7. október 2023 11:30
Opna þrjár sýningar á sama tíma Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki. Menning 6. október 2023 11:01
Glæsieign framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins til sölu Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafa sett glæsilega eign sína við Skaftahlíð 13 í Reykjavík til sölu. Ásett verð er 132 milljónir. Lífið 6. október 2023 08:52
Eigandi Tulipop selur sjarmerandi miðbæjarperlu Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður og hugmyndasmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 90,9 milljónir. Lífið 4. október 2023 16:34
Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. Tíska og hönnun 3. október 2023 13:44
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. Erlent 2. október 2023 18:32
„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 30. september 2023 11:30
Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum. Lífið samstarf 27. september 2023 13:03
Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá. Tíska og hönnun 27. september 2023 07:01
Hönnunarparadís í Hafnarfirði Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæbjörgu Guðjónsdóttur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir. Lífið 26. september 2023 16:31
Stuttklippt Kim Kardashian vekur athygli netverja Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýnir á sér glænýjar hliðar í myndaþætti sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Tíska og hönnun 26. september 2023 14:30
„Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 23. september 2023 11:31
Auðveld gólfþrif og engin glasaför Auðveld gólfþrif og engin glasaför hljóma eins og draumur í hvaða eldhúsi sem er. Í þáttunum Bætt um betur leynast ýmsar góðar lausnir fyrir fólk í framkvæmdahug. Lífið samstarf 21. september 2023 13:16
Heimilið eins og hótelsvíta Heimilisþættirnir Bætt um betur á Stöð 2 eru stútfullir af hugmyndum fyrir fólk í framkvæmdum. Piparsveinaíbúðin í Kópavogi sem tekin var fyrir í öðrum þætti er skemmtilegt dæmi um hvernig má útfæra heimilið eins og notalega hótelsvítu með mildum litum, listum og síðum gluggatjöldum. Lífið samstarf 19. september 2023 18:16