Vegir lokaðir víðast hvar á landinu Nánast allir vegir á landinu eru lokaðir og er Íslandskortið hjá Vegagerðinni nánast alrautt. Innlent 10. desember 2019 20:50
Sáu ekki neitt þegar þær fóru út í hesthús að gefa Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina. Innlent 10. desember 2019 20:45
Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila "Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Innlent 10. desember 2019 20:30
Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. Innlent 10. desember 2019 19:36
Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Innlent 10. desember 2019 18:52
Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Veðrið er að ná hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra. Innlent 10. desember 2019 18:24
Miklu frosti spáð um næstu helgi Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Innlent 10. desember 2019 18:04
Ók frá Reykjavík í nótt til að búa sig undir storminn Agnes Hulda Agnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segist hafa undirbúið sig undir óveðrið strax síðustu nótt. Innlent 10. desember 2019 18:00
Fréttir Stöðvar 2: Allt um óveðrið sem gengur yfir landið Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30. Innlent 10. desember 2019 18:00
Telur alla á Króknum hafa vit á því að halda sig heima Elvar Freyr Snorrason, sjómaður á Drangey á Sauðárkróki, segist vanur óveðri af störfum sínum úti á sjó. Innlent 10. desember 2019 17:55
Alltaf hressandi að fara út og gera eitthvað skemmtilegt Brynjar Logi Steinunnarson, formaður Skagfirðingarsveitar á Sauðárkróki, segir sveitina klára fyrir verkefni kvöldsins. Veður hefur verið slæmt á Króknum í dag og er von á að það versni eftir því sem líður á kvöldið. Innlent 10. desember 2019 17:51
„Nánast engin umferð á götunum“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Innlent 10. desember 2019 17:30
Óveðursvakt á Bylgjunni í kvöld Óveðursvakt verður á Bylgjunni í kvöld í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar með fulltyngi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vaktin hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast kl. 18:30. Innlent 10. desember 2019 17:24
Björgunarsveitarfólk tilbúið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum. Innlent 10. desember 2019 16:55
Bindur bátinn og fjölgar belgjum við Reykjavíkurhöfn Elmar Örn Sigurðsson sjómaður var við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið í dag að gera ráðstafanir vegna óveðursins sem reiknað er með að nái hápunkti á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan sex í kvöld. Innlent 10. desember 2019 16:22
„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum Innlent 10. desember 2019 16:19
Hættustig á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem eystra Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig vegna óveðurs af óvissustigi yfir á hættustig. Innlent 10. desember 2019 16:12
Landsmenn hamstra nammi og snakk í óveðrinu Jóhannes Laxdal Sigurðsson, verslunarstjóri í Bónus á Granda, segir mikið hafa verið að gera í versluninni það sem af er degi. Innlent 10. desember 2019 15:46
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. Innlent 10. desember 2019 15:45
Lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Kjalarnes og Mosfellsheiði Umferð hefur verið lokað um Helliðsheiði, Kjalarnes, Þrengsli og Mosfellsheiði. Innlent 10. desember 2019 15:35
Akureyringar lagstir í híði Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Innlent 10. desember 2019 15:30
Simmi Vill skammar þá sem hafa opið í óveðrinu Sigmar Vilhjálmsson telur hættu á að gróðavonin reka menn út í ófæru. Innlent 10. desember 2019 15:12
Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun. Innlent 10. desember 2019 14:30
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. Innlent 10. desember 2019 13:52
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. Innlent 10. desember 2019 13:37
Ekki ráðlegt að styðjast við spár Yr.no í íslensku óveðri Veðurfræðingur hjá Bliku ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Innlent 10. desember 2019 13:07
Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. Innlent 10. desember 2019 12:34
„Eitthvað sem höfum ekki séð áður“ gangi spárnar eftir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að veðrið sem spáð er að muni ganga yfir landsfjórðunginn leggist ekki vel í hann. Innlent 10. desember 2019 12:00
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. Fótbolti 10. desember 2019 11:30
Jóladagatal Vísis: Fastur á Vesturlandsvegi í tvær klukkustundir Tíundi desember er runninn upp og von á miklu hvassviðri og snjókomu víða um land. Óhætt er að segja að landinn sé í startholunum enda búið að gefa út viðvaranir vegna veðurs. Jól 10. desember 2019 11:30