Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Verður for­maður stjórnar Þjóðar­hallar

Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­borg Ósk til SSNE

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Her­dís Dröfn nýr for­stjóri Sýnar

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri er nýr fram­kvæmda­stjóri Landmark

Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eig­enda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Tek­ur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hef­ur gegnt starf­inu undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lúð­vík skipaður for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Lúðvík Þorgeirsson í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til næstu fimm ára, frá 1. mars 2024. Lúðvík hefur síðustu ár starfað sem rekstrarstjóri hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann tekur við stöðunni af Gylfa Ólafssyni. 

Innlent