„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. 12.10.2024 13:57
Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Sjötti flokksráðsfundur Miðflokksins er haldinn í dag, laugardaginn 12. október, að Hótel Selfossi. Ávarp formanns flokksins má sjá hér á Vísi. 12.10.2024 13:02
Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest „Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ segir formaður Framsóknarflokksins. 12.10.2024 11:40
Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Lögreglan á Vesturlandi hefur alvarlegt slys sem varð í gær til rannsóknar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í gær en afturkölluð áður en hún komst á leiðarenda. 12.10.2024 10:02
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12.10.2024 09:09
Allt að átta stiga frost Í dag verður rólegt í veðri og kalt víðast hvar en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Frost verður á bilinu núll til átta stig. 12.10.2024 08:46
Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum. 12.10.2024 08:18
Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Sextán ára piltur var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt fyrir að miða skammbyssu að lögreglumanni. Byssan reyndist vera eftirlíking af skammbyssu. 12.10.2024 07:27
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11.10.2024 17:08
Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. 11.10.2024 16:51