Tito Jackson er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn. 16.9.2024 07:17
Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. 13.9.2024 13:39
Bjóða almenningi í heimsókn Almenningi verður biðið að skoða Alþingishúsið og Smiðju, nýja skrifstofubyggingu Alþingis á morgun, laugardag. Viðburðurinn er liður í dagskrá áttatíu ára afmælis lýðveldisins. 13.9.2024 13:33
Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Strengur hefur slitnað á stofnleið við brú yfir Elliðaár í Reykjavík. Unnið er að viðgerð en slitið hefur meðal annars áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti. 13.9.2024 10:21
Gular viðvaranir vegna storms sunnantil Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna norðaustan hvassviðris eða storms á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun. 13.9.2024 10:15
Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. 13.9.2024 09:05
Chad McQueen er látinn Bandaríski leikarinn Chad McQueen, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, er látinn. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall. 13.9.2024 07:50
Um sjö stiga frost mældist í Eyjafirði í nótt Lítil hæð er nú yfir landinu og verður víða léttskýjað og sólríkt í dag og vindur fremur hægur. 13.9.2024 07:17
Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefur verið lokað. Fiskbúðin var elsta starfandi fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu. 12.9.2024 13:19
Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr. 12.9.2024 12:26