Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29.7.2024 19:00
Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29.7.2024 12:17
Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. 28.7.2024 19:00
Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. 28.7.2024 13:01
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. 28.7.2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. 28.7.2024 11:53
Halla verði að upplýsa um bílakaupin Sérfræðingar í siðfræði og almannatengslum segja nauðsynlegt fyrir traust og gagnsæi að tilvonandi forsetahjón upplýsi um hvaða afslátt þau fengu þegar þau keypu nýjan bíl hjá Brimborg. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fréttastofu hafa svör ekki borist um það. 27.7.2024 21:30
„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. 27.7.2024 19:16
Fullkomið gagnsæi mikilvægt, greiði fyrir greiða ekki við hæfi Hvorki Halla Tómadóttir né forstjóri Brimborgar hafa gefið upp hversu mikinn afslátt tilvonandi forsetahjón fengu þegar þau keyptu bíl af umboðinu. Sölumaður umboðsins kallar hins vegar afsláttinn skyldmennakjör. Sérfræðingur í siðfræði segir mikilvægt að fullkomið gagnsæi ríki í málinu. Greiði fyrir greiða sé ekki við hæfi hjá tilvonandi forseta Íslands. 27.7.2024 12:22
Skipuleggjendur Druslugöngunnar þurftu fljótlega að loka fyrir innsendingar Gríðarlegur fjöldi fólks sendi skipuleggjendum Druslugöngunnar upplifun sína af kynferðisofbeldi og verða setningar frá þeim lesnar á Austurvelli í dag þegar gangan verður haldin. Skipuleggjandi segir algengt að þolendur séu einmana og mikilvægt að skila skömminni og ræða um ofbeldið. 27.7.2024 11:30