fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn

Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna.

Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku

Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík.

Yfir tvö þúsund börn völdu uppáhalds menningarviðburði

Íslenskum börnum á aldrinum 6-12 hefur undanfarið gefist kostur á að kjósa um allt það sem þeim finnst standa uppúr í menningarlífinu hér á landi á árinu 2017. Alls tóku yfir tvöþúsund börn þátt í kosningunni sem er lokið.

Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru

Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi.

Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík

Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri.

Sjá meira