Heiða Guðný vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum og hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár. Þetta kemur fram í framboðstilkynningu frá Heiðu. 21.2.2021 14:41
Íbúar á Reyðarfirði beðnir að loka gluggum vegna bruna Töluverður eldur logar á athafnasvæði Hringrásar á Hjallaleiru á Reyðarfirði. Slökkvistarf stendur yfir að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Fjarðabyggðar. Nokkurn reyk mun leggja frá svæðinu og yfir byggð á Reyðarfirði. 21.2.2021 13:34
„Glannaleg umræða“ um eigið fé bankanna Umræða um eigið fé bankanna er á köflum mjög glannaleg að mati Gylfa Magnússonar hagfræðiprófessors. Þá telur hann vert að spyrja að því hvort rétt sé að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka þegar tortryggni ríkir gagnvart því í samfélaginu. 21.2.2021 13:00
Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki. 21.2.2021 12:20
Grunaður um að hafa valdið dauða föður Nicki Minaj Sjötugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að orðið valdur að bana Robert Maraj, föður tónlistarkonunnar Nicki Minaj. 21.2.2021 11:08
Níundi maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. 20.2.2021 16:36
Tveir lentu í snjóflóði undir hlíðum Skessuhorns Tveir menn lentu í snjóflóði sem féll í hlíðunum undir Skessuhorni í Borgarfirði í dag. Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur í dag en mönnunum tókst að koma sér út úr flóðinu af sjálfsdáðum og hringdu á eftir aðstoð. 20.2.2021 16:27
„Afsakið en hvaða grín er þetta?“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lýsir undrun sinni yfir því að mennta- og menningarmálaráðherra hafi falið þremur þingmönnum stjórnarflokkanna að leita leiða til að sætta sjónarmið og rýna í lög vegna Ríkisútvarpsins. „Afsakið en hvaða grín er þetta?“ spyr Hanna Katrín sem furðar sig á því hvers vegna þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé ekki boðið að vera með. 20.2.2021 15:55
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20.2.2021 15:25
Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni. 20.2.2021 14:34