Innlent

Mynd­skeið af rallýslysi, sjálf­stæð Úkraína og brennan á Berg­þórs­hvoli

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir.

Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar tvær konur um tvítugt lentu undir bíl á Íslandsmótinu í Rallycross í Hafnarfirði í gær. Myndband af slysinu sýnir hvar konurnar, sem voru starfsmenn á mótinu, lenda undir bílnum sem hafnaði utanbrautar og valt upp í brekkuna þar sem konurnar stóðu og sinntu störfum sínum.

Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins, en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkissrekstri en leikstjóri segir áformin mikilvægt skref í þágu menningar á Íslandi.

Í fréttatímanum sýnum við einnig frá því mikla sjónarspili sem var á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu-Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×