Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. 17.2.2021 20:07
Metnaðarfullir búningar þrátt fyrir óvenjulegan öskudag Öskudagur var með óvenjulegu sniði þetta árið líkt og svo margt annað nú á tímum heimsfaraldurs. 17.2.2021 19:28
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjórir hafa verið handteknir til viðbótar vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Átta hafa nú verið handteknir í tengslum við rannsóknina. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Miðlægri rannsóknardeild um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.2.2021 18:00
Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. 17.2.2021 17:53
Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Skriðdrekar hafa sést á götum nokkurra borga í Mjanmar í dag þar sem her landsins freistar þess að bæla niður mótmælaöldu sem brotist hefur út í landinu eftir að herinn hrifsaði til sín völdin í byrjun þessa mánaðar. Lokað hefur verið fyrir internetið nær alfarið í allt kvöld en það er ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert eftir að mótmælin brutust út. 14.2.2021 23:58
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14.2.2021 23:40
Gekk fimm daga fram yfir og fær ekki fæðingarorlof Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Stefan Lees eignuðust sitt fyrsta barn í lok desember. Þau fluttu til landsins í sumar frá Englandi þar sem Vera lauk námi í júní. Hún gekk aftur á móti fimm daga fram yfir settan dag sem gerði það að verkum að hún á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum sem námsmaður. Þess í stað á hún rétt á um áttatíu þúsund krónum á mánuði í sex mánuði sem foreldri utan vinnumarkaðar. Það er um hundrað þúsund krónum minna á mánuði en hún fengi sem námsmaður. Stefan, sem er erlendur ríkisborgari en hefur unnið samfleytt hér á landi frá því í september, á ekki rétt á neinu orlofi. 14.2.2021 23:10
Ásthildur Lóa hyggst gefa kost á sér fyrir Flokk fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Ásthildur Lóa er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari en þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins. 14.2.2021 21:47
Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14.2.2021 20:52
Harry og Meghan eiga von á öðru barni Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna sem segir að sonur þeirra Archie sé nú að verða stóri bróðir. 14.2.2021 20:12