Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. 21.1.2018 12:30
Einhverfir bruggarar vilja opna huga atvinnurekenda Sjötíu prósent þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku komast ekki út á vinnumarkaðinn. Þessa dagana eru danskir, einhverfir bruggarar staddir hér á landi sem starfa í brugghúsinu People like us sem einhverft fólk rekur. 20.1.2018 21:00
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20.1.2018 20:44
Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Hótanirnar koma frá glæpamönnum sem seldu móðurina í vændi til Ítalíu. Móðirin biður frekar um að vera sett í fangelsi og að börn hennar verði ættleidd, svo þau verði örugg. 20.1.2018 19:06
Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur engin áhrif á annan kostnað og því getur enn verið afar dýrt að greinast með krabbamein á Íslandi 19.1.2018 20:00
Hver Íslendingur notar 150 lítra af dýrmætu vatni á dag Vatnið er dýrmæt auðlind á Íslandi vegna þess hve lítið þarf að hafa fyrir því að fá hreint vatn í hvern krana og hversu mikið af auðlindinni er að finna. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Samorku um vatnsauðlindina. 17.1.2018 21:00
Meistarakokkar taka höndum saman og safna fyrir þróun á lyfi fyrir Fjólu Fjóla Röfn er fjögurra ára stúlka og fyrsti og eini Íslendingurinn sem greinst hefur með hið sjaldgæfa Wiedermann Steiner-heilkenni. Nú hafa meistarakokkar landsins tekið höndum saman og safna fyrir rannsóknum á heilkenninu og þróun á lyfi sem getur bætt lífsgæði Fjólu umtalsvert. 17.1.2018 18:45
Nær tvöföldun á öldruðum í áfengismeðferð Öldrunarlæknir segir fíknivanda eldra fólks vera að aukast, en að skömm og afneitun valdi því að of fáir leiti sér hjálpar og vandinn sé því falinn að miklu leyti. 16.1.2018 20:30
Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga Á Læknadögum var rætt um heilsu lækna en starfið er mjög streituvaldandi. Þróunin er þó í rétta átt og læknar eru farnir að upplýsa samstarfsfólk ef álagið er of mikið og leita sér hjálpar. 15.1.2018 20:30
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11.1.2018 20:00