Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19.6.2023 11:37
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19.6.2023 10:14
Áhyggjur vegna byggingaráforma á Vesturbakkanum Bandaríkjamenn segjast hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Vesturbakkanum eftir að í ljós kom að fyrirætlanir um að byggja 4.560 nýjar íbúðir á Vestubakkanum verða teknar fyrir af Yfirskipulagsráði Ísrael í næstu viku. 19.6.2023 08:44
Hugðust gera árás á Pride-gönguna í Vín Lögregluyfirvöld í Austurríki handtóku þrjá menn um helgina sem eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um árás á árlegu LGBTQ+ Pride-gönguna í Vín, sem fram fór á laugardag. 19.6.2023 07:51
Áttu „opinskáar“ og „uppbyggilegar“ viðræður Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping. 19.6.2023 07:15
Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. 19.6.2023 06:49
Tímabundið starfsleyfi Hvals hf. framlengt til 12. júlí Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti á miðvikudag að endurnýja starfsleyfi Hvals hf. vegna vinnslu hvalaafurða að Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit tímabundið, til 12. júlí hið í síðasta lagi. 16.6.2023 12:17
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16.6.2023 11:52
Kynferðislegur lágmarksaldur færður úr 13 árum í 16 Stjórnvöld í Japan hafa gert breytingar á lögum er varða kynferðisbrot, sem fela meðal annars í sér að kynferðislegur lágmarksaldur hefur nú verið færður úr 13 árum í 16 ár. Þá hafa skilyrði „nauðgunar“ verið skýrð og gægjuhneigð gerð refsiverð. 16.6.2023 08:17
Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi. 16.6.2023 07:02