Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. 8.5.2020 09:00
Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. 7.5.2020 16:26
Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. 7.5.2020 14:11
Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.800 eftir tvö ný smit Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjustu upplýsingum á síðunni covid.is. Engin ný smit höfðu greinst síðustu þrjá dagana á undan. Alls hefur nú 1.801 greinst með veiruna hér á landi. 7.5.2020 13:01
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6.5.2020 16:05
Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6.5.2020 15:43
Telja að um 90.000 heilbrigðisstarfsmenn hafi veikst í faraldrinum Að minnsta kosti 90.000 heilbrigðistarfsmenn hafa smitast af Covid-19-sjúkdómnum í kórónuveirufaraldrinum um allan heim. Fjöldinn gæti þó verið allt að tvöfalt meiri, að mati Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN). Víða hefur heilbrigðisstarfsfólk skort hlífðarbúnað. 6.5.2020 13:46
Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. 6.5.2020 12:00
Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5.5.2020 16:46
Þjóðaröryggisráð í samstarf við Vísindavefinn gegn upplýsingaóreiðu Samstarf verður á milli vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og Covid-19-faraldurinn og Vísindavefs Háskóla Íslands. Því er ætlað greiða fyrir því að almenningur og fjölmiðlar geti nálgast staðfestar upplýsingar um faraldurinn. 5.5.2020 16:24