Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum

Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld.

Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi.

Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni

Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi.

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.800 eftir tvö ný smit

Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjustu upplýsingum á síðunni covid.is. Engin ný smit höfðu greinst síðustu þrjá dagana á undan. Alls hefur nú 1.801 greinst með veiruna hér á landi.

Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur

Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí.

Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi

Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar.

Telja að um 90.000 heilbrigðisstarfsmenn hafi veikst í faraldrinum

Að minnsta kosti 90.000 heilbrigðistarfsmenn hafa smitast af Covid-19-sjúkdómnum í kórónuveirufaraldrinum um allan heim. Fjöldinn gæti þó verið allt að tvöfalt meiri, að mati Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN). Víða hefur heilbrigðisstarfsfólk skort hlífðarbúnað.

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Sjá meira