Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. 16.4.2020 17:35
Konan sem lýst var eftir er fundin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í kvöld eftir eldri konu sem ekki hafði sést til síðan síðdegis í dag. Konan er nú fundin. 16.4.2020 09:44
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15.4.2020 22:55
Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. 15.4.2020 20:24
Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í byrjun maí. 15.4.2020 19:23
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15.4.2020 18:13
Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15.4.2020 18:03
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15.4.2020 17:42
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14.4.2020 22:59
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14.4.2020 22:44
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti