„Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi núna Sóttvarnayfirvöld á Íslandi hafa varað erlenda fjölmiðla við því að bera aðgerðir á Íslandi saman við annarra ríkja. Fjölmargar fyrirspurnir berast nú frá erlendum miðlum vegna aðgerða íslenskra yfirvalda. Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir „Ísland best í heimi“ ekki viðeigandi á þessum tímum. 3.4.2020 15:40
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3.4.2020 15:21
Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 3.4.2020 14:54
Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 3.4.2020 12:39
Tugir þúsunda þegar náð í smitrakningaforritið Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið. 3.4.2020 11:35
Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí. 2.4.2020 16:55
Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 2.4.2020 15:35
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2.4.2020 15:14
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 2.4.2020 14:38
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2.4.2020 13:28