Rannsaka tengsl forstjóra Barclays við Jeffrey Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 12:01 James Stanley þekkti Jeffrey Epstein í að minnsta kosti 19 ár. AP/Evan Agostini/Invision Breska fjármálaeftirlitið rannsakar nú tengsl James E. Staley, forstjóra Barclays, við Jeffrey Epstein, bandaríska fjármálamannsins sem var ákærður fyrir mansal á stúlkum undir lögaldri í fyrra og hvort bankastjórinn hafi greint satt og rétt frá þeim. Stanley harmaði í dag samband sitt við Epstein. Epstein svipti sig lífi í fangelsi á Manhattan síðasta sumar. Hann var þá sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og selt þær mansali í New York og á Flórída fyrir um fimmtán árum. Í yfirlýsingu frá Barclays segir að breskir eftirlitsaðilar séu að gaumgæfa hvernig Stanley lýsti sambandi sínu við Epstein við bankann og hvernig bankinn gerði fjármálaeftirlitinu grein fyrir því í framhaldinu, að sögn New York Times. Bankinn segir að Staley hafi fullyrt að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein frá því að hann tók við sem forstjóri fyrir rúmum fjórum árum. Stanley og Epstein eru sagðir hafa þekkst að minnsta kosti frá árinu 1999. Á þeim tíma var Stanley yfir einkabankaþjónustu JP Morgan á Wall Street. Hann var ráðinn forstjóri Barclays í desember árið 2015. Stanley sagði sjálfur í dag að hann hefði fyrst kynnst Epstein, sem var þá viðskiptavinur JP Morgan, árið 2000, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir að Stanley lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu hafi verulega dregið úr samskiptum þeirra Epstein. Síðast segist Stanley hafa verið í sambandi við Epstein sumarið og haustið 2015. Það var sjö árum eftir að Epstein var sakfelldur fyrir að falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri á Flórída. „Augljóslega taldi ég að ég þekkti hann en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja, vitandi það sem ég veit núna harma ég sannarlega að hafa átt í hvers konar sambandi við Jeffrey,“ sagði Stanley við fréttamenn í dag. Barclays sagði í yfirlýsingu sinni að Stanley hafi verið nægilega hreinskilinn um viðskiptaleg tengsl sín við Epstein. Hann njóti fyllsta trausts bankastjórnarinnar sem ætli að mæla með því að skipunartími hans verði endurnýjaður á hluthafafundi í maí. Hlutabréfaverð í bankanum féll í morgun. Stjórnartíð Stanley hefur ekki verið áfallalaus. Bankinn var sektaður um fimmtán milljónir dollara í New York þegar Stanley reyndi að nafngreina uppljóstrara sem hafi bent á vanhæfni háttsetts starfsmanns sem bankastjórinn hafði ráðið. Bresk yfirvöld sektuðu Stanley einnig vegna málsins. Bandaríkin Bretland Jeffrey Epstein Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið rannsakar nú tengsl James E. Staley, forstjóra Barclays, við Jeffrey Epstein, bandaríska fjármálamannsins sem var ákærður fyrir mansal á stúlkum undir lögaldri í fyrra og hvort bankastjórinn hafi greint satt og rétt frá þeim. Stanley harmaði í dag samband sitt við Epstein. Epstein svipti sig lífi í fangelsi á Manhattan síðasta sumar. Hann var þá sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og selt þær mansali í New York og á Flórída fyrir um fimmtán árum. Í yfirlýsingu frá Barclays segir að breskir eftirlitsaðilar séu að gaumgæfa hvernig Stanley lýsti sambandi sínu við Epstein við bankann og hvernig bankinn gerði fjármálaeftirlitinu grein fyrir því í framhaldinu, að sögn New York Times. Bankinn segir að Staley hafi fullyrt að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein frá því að hann tók við sem forstjóri fyrir rúmum fjórum árum. Stanley og Epstein eru sagðir hafa þekkst að minnsta kosti frá árinu 1999. Á þeim tíma var Stanley yfir einkabankaþjónustu JP Morgan á Wall Street. Hann var ráðinn forstjóri Barclays í desember árið 2015. Stanley sagði sjálfur í dag að hann hefði fyrst kynnst Epstein, sem var þá viðskiptavinur JP Morgan, árið 2000, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir að Stanley lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu hafi verulega dregið úr samskiptum þeirra Epstein. Síðast segist Stanley hafa verið í sambandi við Epstein sumarið og haustið 2015. Það var sjö árum eftir að Epstein var sakfelldur fyrir að falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri á Flórída. „Augljóslega taldi ég að ég þekkti hann en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja, vitandi það sem ég veit núna harma ég sannarlega að hafa átt í hvers konar sambandi við Jeffrey,“ sagði Stanley við fréttamenn í dag. Barclays sagði í yfirlýsingu sinni að Stanley hafi verið nægilega hreinskilinn um viðskiptaleg tengsl sín við Epstein. Hann njóti fyllsta trausts bankastjórnarinnar sem ætli að mæla með því að skipunartími hans verði endurnýjaður á hluthafafundi í maí. Hlutabréfaverð í bankanum féll í morgun. Stjórnartíð Stanley hefur ekki verið áfallalaus. Bankinn var sektaður um fimmtán milljónir dollara í New York þegar Stanley reyndi að nafngreina uppljóstrara sem hafi bent á vanhæfni háttsetts starfsmanns sem bankastjórinn hafði ráðið. Bresk yfirvöld sektuðu Stanley einnig vegna málsins.
Bandaríkin Bretland Jeffrey Epstein Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira