Síðasta flugið í bili frá Akureyri til London: Millilandaflugið stórmál fyrir Norðlendinga Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og flugumferðarstjóri, segir flug Easyjet frá Gatwick í London til Akureyrar í vetur hafa gengið svakalega vel. Sætanýting hafi verið góð. Hann segir það stórmál fyrir Norðlendinga að svo stórt flugfélag fljúgi beint til Akureyrar. 30.3.2024 16:57
Erlendir skíðamenn í snjóflóði í Eyjafirði Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. 30.3.2024 16:07
Gíslatökumaðurinn áður komið við sögu hjá lögreglu Gíslatökumaðurinn sem handtekinn var í Hollandi í morgun hefur áður komist í kast við lögin. Maðurinn kom á næturklúbbinn Petticoat í bænum Ede í Hollandi um klukkan sex í nótt og hótaði að sprengja staðinn í loft upp. 30.3.2024 15:30
Á enn kaffisíuna sem textinn við Lífið er yndislegt var skrifaður á Það var ekki margt sem að benti til þess að strákurinn í Nike gallanum og með körfuboltann undir hendinni á Hvolsvelli árið 1994 yrði nokkrum árum síðar ein skærasta poppstjarna þjóðarinnar. En sú varð nú samt raunin. 30.3.2024 15:00
Lizzo komin með nóg og hættir Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa. 30.3.2024 13:22
Gíslatökumaðurinn í Hollandi handtekinn Einn hefur verið handtekinn vegna gíslatöku í borginni Ede í Hollandi í morgun. Karlmaður gekk inn á næturklúbb í morgun vopnaður og hótaði að sprengja staðinn í lof tupp. 30.3.2024 11:41
Taka gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu alvarlega Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. 30.3.2024 11:06
Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30.3.2024 09:29
Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum. 29.3.2024 08:01
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27.3.2024 14:07