„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að hinar nýju upplýsingar sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu hafi neitt gildi. 27.3.2019 08:34
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26.3.2019 16:08
Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. 26.3.2019 14:11
Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. 26.3.2019 11:47
Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. 26.3.2019 10:34
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25.3.2019 15:45
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25.3.2019 13:49
Leggja tillögurnar fyrir samninganefnd SGS Nú stendur yfir fundur samninganefndar Starfsgreinasambandsins og aðgerðahóps félagsins er varðar mögulegar verkfallsaðgerðir SGS. 25.3.2019 13:35
Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. 25.3.2019 12:28
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25.3.2019 11:13