Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25.5.2020 19:16
Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 25.5.2020 18:30
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft afskipti af á sjöunda hundrað vegna aksturs undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á árinu haft afskipti af nokkur hundruð ökumönnum sem hafa verið undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Í fyrra slösuðust 36 manns í umferðinni vegna vímuefnaaksturs. 24.5.2020 22:51
Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. 24.5.2020 09:38
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22.5.2020 19:00
Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. 19.5.2020 20:13
Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. 18.5.2020 19:00
Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. 15.5.2020 21:12
Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. 14.5.2020 20:00
Rúm sex ára sonarins alelda þegar þau vöknuðu: „Aldrei geyma eldfæri þar sem börn ná til“ Ungt par með tvö börn og annað á leiðinni missti á dögunum allar sínar eigur eftir að eldur kom upp í íbúð þeirra. Þau biðla til barnafólks að ganga tryggilega frá eldfærum í læstum skápum. 14.5.2020 19:00