Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. 15.6.2023 16:47
Leita enn að Sigrúnu Arngrímsdóttur Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn að Sigrúnu Arngrímsdóttur sem fyrst var lýst eftir fyrir tveimur dögum síðan, þann 13. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Verið er að endurskipuleggja leitarsvæðið og leit mun halda áfram. 15.6.2023 16:01
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. 15.6.2023 14:42
Glenda Jackson er látin Glenda Jackson, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir í umfjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar. 15.6.2023 11:07
Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31.5.2023 08:00
Rökuðu hárið af meðleikaranum eftir síðasta þáttinn Bandarísku leikararnir Sarah Snook og Kieran Culkin rökuðu hárið af meðleikara sínum Jeremy Strong eftir að tökunum á síðasta þættinum í fjórðu og síðustu seríunni af Succession lauk. 30.5.2023 16:47
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30.5.2023 15:12
Hilmir Snær og Benedikt Erlings endurgerðu frægan Fóstbræðraskets Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson endurgerðu einn frægasta Fóstbræðra skets frá upphafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ 30.5.2023 10:42
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30.5.2023 09:44
Eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Loki Foods vann til verðlauna í flokki nýliða í vikunni á Nordic Statups Award, verðlaunahátíð sem fram fór í Grósku. Fyrirtækið var eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna. 26.5.2023 16:51