Rýma hús vegna snjóflóðahættu Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu. 26.12.2022 23:14
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26.12.2022 22:44
Metþátttaka í kjöri til Manns ársins Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjöri til Manns ársins í ár, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. 26.12.2022 21:50
Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26.12.2022 21:28
Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26.12.2022 19:20
Rafmagnsleysinu lokið á Akranesi Rafmagn er aftur komið á, á stóru svæði á Akranesi. Rafmagnið fór af á þriðja tímanum í nótt og stóðu viðgerðir yfir í allan dag. 26.12.2022 18:36
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við sama mánuð í fyrra. Ófærð og fannfergi hafa sett strik í reikninginn. Við ræðum við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 um álagið á björgunarsveitarmenn undanfarið. 26.12.2022 18:05
Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. 26.12.2022 17:48
Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. 25.12.2022 18:55
Þekkt rödd kveður: Viðtalið sem stendur upp úr er síðasta viðtalið Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik. 25.12.2022 17:53