Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Leita í kappi við tímann með kaf­báti og drónum

Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flug­vélinni sem fannst í Þing­valla­vatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er sér­að­gerða­sveit Land­helgis­gæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kaf­báti. Ofsa­veður skellur á við svæðið í nótt.

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

For­gangs­at­riði að ná hinum látnu upp á yfir­borðið

Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr.

Veður­skil­yrði slæm og flug­vélin verður ekki sótt í dag

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættu­legt fyrir kafara að komast að og veður­skil­yrði slæm næstu daga.

Kea­hótel ætla í sókn á Sigló

Kea­hótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starf­semi þess á Siglu­firði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrir­tækisins. Fram­kvæmda­stjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferða­þjónustu á Ís­landi.

Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af sak­lausum skiltum

Borgin ætlar að fara fram á það við verslunar­eig­endur við Ár­múla að þeir fjar­lægi skilti sem banna öðrum en við­skipta­vinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir stein­hissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu.

Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu

Viðar Þor­steins­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem fram­kvæmda­stjóri stéttar­fé­lagsins ef listi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur sigrar í for­manns­kosningum.

Fram­kvæmda­stjórinn vísar kenningum for­vera síns á bug

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá.

Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 

Sjá meira