Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Milli­landa­flug fer úr skorðum

Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug.

Svona notar þú sjálfspróf

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð.

Rann­saka grófa líkams­á­rás vespu­gengis

Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni.

Verk­föll eru það síðasta sem ferða­þjónustan þarf á að halda

Verk­föll hjá flug­um­ferðar­stjórum væru það síðasta sem ferða­þjónusta og flug­iðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jóns­sonar, for­stjóra PLAY. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráðist verði í verk­falls­að­gerðir á þriðju­daginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verk­falls­að­gerðir á næstunni.

Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfs­prófum á heimili

Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra, ber því hrað­prófa­fyrir­komu­lagi vel söguna sem ríkis­stjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Ís­landi til að leyfa stærri sam­komur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislu­gestir voru skimaðir fyrir Co­vid-19 með hrað­prófum áður en þeir fengu að fara inn í veislu­salinn.

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennes­see

Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir for­dæma­lausar rigningar í Hump­hrey-sýslu í miðju Tennes­see-fylki í Banda­ríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjar­skipta­möstur í gær. Í mörgum til­fellum hefur fólk því ekki náð sam­bandi við ást­vini sína til að at­huga hvort sé í lagi með þá.

Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn

Her­menn Tali­bana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á að­stæðum við flug­völlinn í Kabúl í dag. Þúsundir Af­gana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Tali­bana sem náðu völdum í Afgan­istan í byrjun vikunnar.

Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar hefur full­vissað móður tólf ára drengs með þroska­hömlun, sem hafði verið synjað um skóla­vist, að hann fái pláss í Brúar­skóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnu­degi nema vegna þess að fjallað var um það í fjöl­miðlum.

Sjá meira