Á næstu dögum munu svokölluð sjálfspróf birtast á hillum apóteka. Fólk tekur prófið sjálft og það veitir niðurstöðu um sýkingu af kórónuveirunni á aðeins fimmtán mínútum. Sé niðurstaðan jákvæð er mikilvægt að fólk fari í hefðbundið PCR-próf.
Í kvöldfrétt Stöðvar 2 sem sjá má í spilaranum hér að neðan er sýnikennsla á notkun prófanna.
Að sögn Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Lyfju, standast þau próf sem fyrirtækið flytur inn kröfur heilbrigðisráðuneytisins, enda séu þau með 96 prósent næmi og 100 prósent sértæki.

Þó sé mikilvægt að prófin séu rétt framkvæmd. Sýnatökupinna þurfi að setja tvo til tvo og hálfan sentímetra upp í nefið og snúa honum þrjá hringi í hvorri nös. Því næst er sýninu blandað við vökva í þar til gerðu glasi. Að lokum er tappi settur á glasið og vökvanum helt á prófið.