Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mc­Tominay og Luka­ku tryggðu Napoli titilinn

Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld.

Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Totten­ham

Liam Delap virtist ákveðinn í að fara til Manchester United í sumar, það var áður en Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Nú eru Chelsea og Newcastle United einnig í myndinni hjá þessum 22 ára gamla framherja.

„Að vinna Evrópu­deildina mun ekki leysa öll okkar vanda­mál“

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins.

Dag­skráin í dag: Odda­leikur á Króknum og fleiri úr­slita­leikir

Það er vægast sagt rosaleg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport. Úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar ræðst á Króknum. Manchester United og Tottenham Hotspur mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar og úrslitaeinvígi New York Knicks og Indiana Pacers í austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta.

„Verð aldrei trúður“

„Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Manchester er heima“

Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með.

Róm­verjar vilja Nuno sem gæti verið ó­sáttur í Skíris­skógi

Árangur Nuno Espiríto Santo með Nottingham Forest hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Roma er sagt vilja fá Portúgalann til að taka við gamla brýninu Claudio Ranieri sem sneri til baka og bjargaði sínu uppáhalds félagi eftir að hafa sagt skilið við þjálfun.

Sjá meira